fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Samningaviðræður halda áfram í kapp við tímann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 8. mars 2020 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samninganefndir BSRB og aðildarfélaga bandalagsins funduðu með viðsemjendum hjá Ríkissáttasemjara fram yfir miðnætti í gær og fundir hófust að nýju klukkan 10 í morgun. Reynt verður til þrautar að ná samningum áður en boðuð verkföll aðildarfélaga BSRB hefjast á miðnætti í kvöld.

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að mál hafi þokast eitthvað í gær en það sé þó mismunandi á milli viðsemjenda hvernig gangurinn er í viðræðunum. Þannig sé ágætur gangur í viðræðum bæjarstarfsmannafélaganna innan BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga og fáir lausir endar sem eigi eftir að hnýta þar.

Annað sé uppi á teningnum í viðræðum aðildarfélaga við ríkið og Reykjavíkurborg þar sem meira beri á milli. Þannig er tekist á um launaliðinn hjá Sameyki, þar sem ríkið neitar að bjóða félagsmönnum upp á launahækkanir í samræmi við lífskjarasamninginn, þrátt fyrir þá miklu áherslu sem stjórnvöld hafa lagt á að þeir samningar sem aðildarfélög BSRB gera rúmist innan þess ramma.

Þá eru ýmis mál ófrágengin hjá Sjúkraliðafélagi Íslands gagnvart þeirra viðsemjendum og nokkuð í land eigi samningar að nást.

Boðuð verkföll aðildarfélaga BSRB munu hefjast á miðnætti í kvöld. Ákveðið hefur verið að gera undanþágu fyrir sjúkraliða og annað starfsfólk á Landspítalanum og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins fyrstu tvo daga verkfallsins vegna COVID-19 faraldursins. Að öðru leyti munu aðgerðir hefjast samkvæmt áætlun, náist ekki samningar fyrir miðnætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi

Lögregla rannsakar dularfullt líkamsárásarmál – Maður sem fannst þungt haldinn á Laugavegi liggur enn á sjúkrahúsi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“

Segir mörg svör við af hverju Píratar féllu af þingi – „Þetta var ákveðinn svona fullkominn stormur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð