fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Lokanir í Kópavogi vegna COVID-19

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 8. mars 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kópavogsbær hefur tekið ákvörðun um lokun á starfsstöðvum sveitarfélagsins sem halda úti þjónustu og starfsemi fyrir fólk sem er í viðkvæmri stöðu eða með undirliggjandi sjúkdóma. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna COVID-19 veirunnar og er ákvörðun um lokun starfsstöðva tekin með hliðsjón af þeirri breytingu.

Eftirfarandi starfsstöðvum Kópavogsbæjar verður lokað tímabundið frá og með morgundeginum, mánudeginum 9. mars:

Félagsmiðstöðvar aldraðra:

  • Gjábakki
  • Gullsmári
  • Boðinn

Dagþjálfun í Roðasölum

Vinnu- og virknimiðuð stoðþjónusta fyrir fatlað fólk:

  • Dvöl, athvarf fyrir geðfatlaða
  • Dalvegur, hæfingarstöð
  • Örvi, vinnustaður

Skammtímadvöl fyrir fatlað fólk:

  • Hrauntunga

Upplýst verður um lokanir og þegar starfssemi hefst að nýju til allra hlutaðeigandi.

Bent er á að Sóttvarnalæknir beinir því sérstaklega til þeirra sem teljast til viðkvæmra hópa, einkum þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og eldri einstaklinga að huga vel að hreinlætisaðgerðum og forðast mannamót að óþörfu.

Ákvarðanir um lokanir eru teknar af Neyðarstjórn Kópavogs. Neyðarstjórnin fylgist náið með þróun mála í útbreiðslu COVID-19 veirunnar og er í daglegum samskiptum við Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Í gær

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu

Hraðbankamálið: Lögreglan krefst gæsluvarðhalds yfir konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna

Pósturinn lokar tímabundið fyrir vörusendingar til Bandaríkjanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann

Lífið í fangelsinu enginn dans á rósum fyrir morðingjann
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”

Hildur ómyrk í máli: „Enn eitt dæmið um stjórn­un­ar­vanda inn­an borg­ar­kerf­is­ins”