fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Fréttir

Farþegi á leið heim sendir frá sér skilaboð – „Við erum öll á leið í sóttkví“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 7. mars 2020 07:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem væntanleg er til landsins eftir skíðaferð til Ischgl í Austurríki segir að enginn í hópnum hennar sé lasinn. Hins vegar séu allir á leið í sóttkví. Von er á 74 farþegum með vél frá Verona í dag og fara þeir farþegar allir í sóttkví.

Konan, sem tjáir sig um þetta á Facebook, segir að fólkið taki þessu mjög alvarlega og enginn ætli að reyna að koma sér undan sóttkví. Flestir séu mjög daprir yfir því að eiga ekki eftir að hitta börnin sín lengi.

„Jæja krakkar, nú erum við vinahópurinn sem safnaði sér í langan tíma fyrir skíðaferð drauma okkar, á leið heim frá stórhættulega svæðinu Ischgl. Við viljum að allir viti að við erum búin að tilkynna okkur til samhæfingarstöðvar almannavarna, landlæknis,icelandair osfrv. osvr. Við erum öll á leið í sóttkví, enginn lasinn. Við tökum hlutskipti okkar mjög alvarlega þó allir séu mjög sjokkeraðir og daprir að fá ekki að hitta börnin okkar ótrúlega lengi. Hugur okkar er hjá öllum þeim sem eru í áhættuhóp að veikjast alvarlega af covid-19 og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að hefta útbreiðslu veirunnar. Þó að við höfum reynt að njóta lífsins og hlægja að hlutunum tökum við aðstæðum alls ekki léttvægt. Ást og friður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið

Er hætta á að netglæpamenn blekki þig? – Taktu netsvikaprófið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð