fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Hrottaskapur á Grundarfirði: Ingólfur sakaður um að margsparka í höfuð manns og brjóta gleraugu hans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. mars 2020 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrítugur maður á Hólmavík, Ingólfur Kristjánsson, hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og morðhótun sem eiga að hafa átt sér stað aðfaranótt laugardagsins 20. október árið 2018.

Málið verður þingfest í Héraðsdómi Vesturlands þann 13. mars næstkomandi en DV hefur ákæru héraðssaksóknara undir höndum.

Meint árás á að hafa átt sér stað á Grundarfirði. Ingólfur er sakaður um að hafa ýtt öðrum manni upp að grindverki, tekið um háls hans og þrengt að þar til manninn fór að svima, og á sama tíma hótað að drepa hann. Maðurinn á að hafa fallið í jörðina og Ingólfur þar veist að honum með spörkum í höfuð hans og búk með þeim afleiðingum að gleraugu mannsins brotnuðu. Hlaut maðurinn, því er segir í ákæru: …„2-3 mm breiða aflanga roðabraut með punktblæðingum hægra megin á hálsi sem lá um 8 sm frá framanverðum hálsi og aðeins uppávið og aftur, ofan við hana annað aflangt roðasvæði um 3-4 sm langt með punktblæðingum og vinstra megin á hálsi svipað far um 8-9 sm langt sem lá frá framanverðum hálsi og aftur og aðeins upp, einnig með punkblæðingum. Þá hlaut hann einnig 13 mm sár á enni, vægan bjúg á efra augnloki og roða í innanverðu augnloki vinstra auga, um 2×2 sm bólgusvæði með roða utanvert á vinstri handlegg um 12 sm neðan við olnboga, um 2 sm roðablett neðan við hnéskel á vinstri fæti auk eymsla við að kyngja og hreyfa höfuð og höfuðverk.“

Héraðssaksóknari krefst þess að Ingólfur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Hinn meinti þolandi gerir einkaréttarkröfu upp á 1.145.005 krónur í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð