fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Haraldur sendir neyðarkall til Íslands – Rændur peningum, farsíma og vegabréfi í Kenya – „Vil sjá sex mánaða gamlan son minn“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. mars 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er í stórvandræðum. Ég átti að koma heim 29. febrúar. Ég tók út peninga, að andvirði 180.000 krónur íslenskar, og ætlaði að kaupa farmiða. Á leiðinni heim var ég rændur, allir peningarnir teknir, vegabréfið og farsími,“ segir Haraldur Gunnar Húbertsson, sem situr fastur í Kenya og reynir að komast heim til Íslands.

Haraldur segir að ræningjarnir hafi ekki beitt hann líkamlegu ofbeldi heldur kænsku, skorið í sundur tösku hans, svokallaða „man bag“ og hirtu verðmætin hljóðlega.

Haraldur segist hafa soltið undanfarnar vikur í Kenya en þó er hafin söfnun góðs fólks í kringum hans, er búið að safna andvirði 20-30 þúsunda króna, að hans sögn, sem þó dugar skammt.

Hann hefur verið í sambandi við danska sendiráðið en segir það ekki hafa getað hjálpað sér. Ekki er íslenskt sendiráð í Kenya.

Haraldur Gunnar Húbertsson er 48 ára gamall og er upprunalega frá Þýskalandi. Hann flutti til Íslands árið 1993. Hann er giftur erlendri konu sem býr hér á landi og á með henni son sem fæddist eftir að Haraldur freistaði gæfunnar í Kenya í vor. Það ævintýri hefur reynst litlu fjölskyldunni dýrkeypt.

„Mér var sagt að það væri gott að eiga viðskipti í Kenya svo ég reyndi að stofna hér fyrirtæki. En það var allt mjög erfitt og þegar þeir sjá hvítan mann þá verður allt svo dýrt. Ég var því eiginlega rændur oft hér,“ segir Haraldur sem er orðinn svo slyppur og snauður að hann kemst ekki burt.

„Ég vil sjá sex mánaða gamlan son minn. Ég þrái bara að komast heim enda á ég son á Íslandi sem hefur ekki séð mig, hann er núna sex mánaða,“ segir Haraldur.

DV hafði samband við utanríkisráðuneytið vegna máls Haraldar. Ráðuneytið tjáði DV að Haraldur hefði verið í sambandi við íslenska sendiráðið í Úganda sem væri að aðstoða hann.

Haraldur vildi skilja eftir símanúmer í fréttinni og þeir sem geta hugsanlega aðstoðað hann geta hringt í það: 00254 768 551 331.

Þeim sem vilja hjálpa Haraldi fjárhagslega er bent á reikning eiginkonu hans: kt.:221268-2539, reikningsnúmer 0541-26-002539

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð