fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Flugfreyjur og flugþjónar verða í hlífðarfatnaði þegar fólkinu frá Verona verður flogið heim

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. mars 2020 17:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardaginn er væntanleg vél Icelandair til Keflavíkur frá Veróna á Ítalíu. Innanborð verða 74 farþegar sem hafa verið í fríi á Ítalíu á vegum ferðaskrifstofanna Vita og Úrval Útsýn. Að sögn Hauks Reynissonar, flugstjóra hjá Icelandair, verður áhöfnin um borð klædd í hlífðarfatnað og engin þjónusta verður um borð. Farþegum verður þó boðið upp á að grípa með sér hressingu í dyrunum er þeir koma um borð í flugvélina. Starfsfólkið verður fremur í hlutverki öryggisfulltrúa en þjónustufólks.

Þetta kom fram í viðtali Bylgjunnar við Hauk í dag, í þættinum Reykjavík síðdegis.

Haukur segir að þetta sé unnið í samráði við Sóttvarnalækni og Landlækni og algjörlega farið að tilmælum þeirra. Móttaka fólksins á Keflavíkurflugvelli verður síðan í höndum heilbrigðisyfirvalda, en Isavia og Sóttvarnalæknir skipuleggja móttöku fólksins.

Fram kom í viðtalinu við Hauk að flugvélar eru ekki eins smitnæmt umhverfi og t.d. vistarverur á jörðu niðri. Dreifast bakteríur í flugvél eina til tvær sætaraðir fram og aftur. Loftflæði í flugvélinum er mikið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð