fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Sýknaður af ákæru um kynferðislega áreitni við 14 ára stúlku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 4. mars 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pólskur karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag sýknaður af ákæru um kynferðislega áreitni við 14 ára íslenska stúlku. Atvikið átti sér stað í febrúar árið 2017 þegar maðurinn var 21 árs.

Maðurinn og stúlkan voru ásamt 15 ára gamalli pólskri vinkonu stúlkunnar og 17 ára pólskum pilti stödd í bíl. Vinkonan er sögð hafa hvatt þau til kossa er þau sátu hlið við hlið í bílnum. Hún tók síðan upp örstutt myndskeið af kossinum. Myndskeiðið kom fyrir sjónir stjúpföður stúlkunnar sem kærði málið til lögreglu.

Fyrir dómi var þess krafist að maðurinn sætti refsingu og greiddi 700 þúsund krónur í miskabætur. Stúlkan staðhæfði að hann hafði auk kossins káfað á brjóstum hennar innanklæða.

Maðurinn neitaði því að hafa vitað aldur stúlkunnar en taldi hana líta út fyrir að vera 16 ára. Enn fremur neitaði hann að hafa káfað á brjóstum hennar en sagði að kossinn hefði verið með hennar vilja. Áðurnefnt myndskeið var skoðað í dómnum og sannaði það kossinn en ekki var hægt að sjá hvort brjóstakáf hefði átt sér stað af skoðun myndskeiðsins.

Í 202. grein almennra hegningarlaga segir að hver sá sem hafi samræði eða önnur kynferðismök við barn yngra en 15 ára skuli sæta fangelsi. Samkvæmt 18. gr. hegningarlaganna er það almennt skilyrði fyrir refsinæmi verknaðar að hann sé unninn af ásetningi og ekki skal refsa fyrir gáleysisbrot nema sérstök heimild sé til þess.

Tungukoss milli mannsins og stúlkunnar taldist sannaður en dómari taldi hvorki sannað að maðurinn hefði káfað á brjóstum hennar né vitað aldur hennar, 14 ár.

Að þessu virtu var maðurinn sýknaður af ákæru um kynferðislega áreitni og skaðabótakröfu var vísað frá.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð