fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Ragnari varð ekki um sel eftir flug með Icelandair og óttast veiruna alræmdu – „Drulluskítugir, krumpaðir og kámugir”

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. mars 2020 13:52

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist uggandi eftir flug með Icelandair til Íslands. Hann segist hafa tekið eftir því að lesefni um borð sé augljós smithætta á veirunni alræmdu, COVID-19. Hann hvetur flugfélagið að huga sinn gang.

„Í flugvélum Icelandair er að finna matseðla og Saga bæklinginn ofl. Sem er vandlega komið fyrir í plasti. Þessu lesefni, sem ætlað er farþegum til að panta sér mat og drykk eða versla, er auðsjáanlega hvorki endurnýjað eða þrifið nema að litlu leiti,“ segir Ragnar.

Honum segist ekki hafa verið um sel eftir þetta. „Ég kom til landsins með vél Icelandair frá Munchen á mánudag, ekki frá hættusvæði en einhverjir smitaðir hafa komið með þessum vélum dagana áður, og get ég fullyrt að þegar ég tók upp áðurnefnda bæklinga varð mér ekki um sel. Þeir voru drulluskítugir, krumpaðir og kámugir og plöstin litlu skárri og litu út eins og að hafa verið á biðstofu á annasömum stað í c.a. áratug eða meira. Ég hvet Icelandair til að gera viðeigandi ráðstafanir. Svo því sé haldið til haga þá sprittaði ég mig í bak og fyrir eftir að hafa snert á þessum ófögnuði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi

Rafmagnað andrúmsloft í Héraðsdómi Suðurlands – Stefán svaraði fyrstur til saka fyrir morðið á Hjörleifi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi

Snorri ósáttur við hugtakið hinsegin fólk og segir ekkert bakslag í gangi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“