fbpx
Fimmtudagur 11.desember 2025
Fréttir

Ríkislögmaður heldur nöfnum tveggja vitna í máli Guðjóns Skarphéðinssonar leyndum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. febrúar 2020 08:00

Guðjón Skarphéðinsson var einn þeirra sem Hæstiréttur sýknaði í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu við endurupptöku þess 2018.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Skarphéðinsson hefur stefnt ríkinu og krafist 1,3 milljarða króna í bætur vegna Geirfinnsmálsins. Aðalmeðferð málsins fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur 17. mars næstkomandi. Ríkið fer fram á að vera sýknað af öllum kröfum Guðjóns. Í gær fór undirbúningsþinghald fyrir aðalmeðferðina fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar sagði Andri Árnason, settur ríkislögmaður, að hann hyggist leiða tvö vitni fyrir dóminn ef heilsa þeirra leyfi. Hann vildi ekki gefa nöfn vitnanna upp að svo stöddu til að vernda þau gegn ágangi. Hann tók þó fram að viðkomandi hefðu unnið að rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálanna.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að settum ríkislögmanni hafi verið gert að tilkynna dómnum um nöfn vitnanna viku áður en aðalmeðferðin fer fram.

Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns, sagðist ekki ætla að leiða þá Gísla Guðjónsson, réttarsálfræðing, né Jón Friðrik Sigurðsson, geðlækni, sem vitni í málinu því ríkið leggist svo harðlega gegn því.

Gísli og Jón Friðrik gerðu ítarlega rannsókn á játningunum í Geirfinnsmálinu og komust að þeirri niðurstöðu að Guðjón hefði veitt falska játningu um aðild sína að hvarfi Geirfinns. Settur ríkislögmaður telur að sérfræðiálit um falskar játningar hafi ekkert sönnunargildi í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ísland ekki með í Eurovision 2026

Ísland ekki með í Eurovision 2026
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslendingar eyddu þetta miklu á OnlyFans árið 2025

Íslendingar eyddu þetta miklu á OnlyFans árið 2025
Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi

Sauð upp úr á heimili sambýliskvenna í Kópavogi
Fréttir
Í gær

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd

Áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Íslendinga – 70 prósent þjóðarinnar í ofþyngd
Fréttir
Í gær

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi

Dauðsfallið á Kársnesi: Maðurinn látinn laus úr gæsluvarðhaldi
Fréttir
Í gær

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“

Segir þetta stærsta réttlætismál næstu ára – „Til konunnar sem þurfti að gefa barnið sitt í burtu“