fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Ökumenn á Gullinbrú sektaðir

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. febrúar 2020 08:09

Lögreglumaður að störfum Myndin tengist fréttinni ekki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kærði fimm ökumenn fyrir hraðakstur á Gullinbrú í gærkvöldi. Lögregla var þar við eftirlit drjúgan hluta kvöldsins, eða frá 19:30 til 21:40. Þar að auki var einn ökumaður kærður fyrir að nota farsímann undir stýri.

Gærkvöldið var þó tíðindalítið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tveir ökumenn voru þó stöðvaðir á Vesturlandsvegi, annar klukkan 22 en hinn klukkan tvö í nótt. Sá fyrri reyndist aka bifreið sinni sviptur ökuréttindum en sá síðari er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Lögregla stöðvaði einnig ökumann í Árbænum en sá var sviptur ökuréttindum. Um ítrekað brot er að ræða.

Loks var einn ökumaður stöðvaður í Hafnarfirði eftir miðnætti. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Íslenska lögreglan brást konu sem kærði heimilisofbeldi – Sífelldar tafir og ruglingsleg málsmeðferð

Íslenska lögreglan brást konu sem kærði heimilisofbeldi – Sífelldar tafir og ruglingsleg málsmeðferð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“

Blöskrar áform um stækkun Þjóðleikhússins – „Sú ráðdeild sem þjóðin þarfnast?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“

Leiðsögumaður segir kerfið í Reynisfjöru ekki virka – Kolvitlaust veður en aðeins „miðlungshætta“
Fréttir
Í gær

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“