fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Kínverskur ferðamaður kom með 170 kíló af 100 króna mynt til landsins – Seðlabankinn neitar að skipta myntinni

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 10. febrúar 2020 08:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku kom kínverskur ferðamaður, Wei Li, hingað til lands og hafði meðferðis 170 kíló af 100 króna mynt. Það gerir um 1,6 milljónir króna. Hann fór síðan í Seðlabankann til að skipta myntinni en var vísað frá. Hann undrast það því hann hefur tvisvar áður komið hingað til lands með mikið magn af mynt og skipt án vandkvæða.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Hefur blaðið eftir Li að það borgi sig ekki að koma með smærri mynt en 100 krónur því borga þurfi fyrir yfirvigt í flugi á leið hingað til lands. Sumir peninganna eru alveg heilir en aðrir eru talsvert skemmdir.

Eftir að Li hafði verið vísað frá í Seðlabankanum fór hann í Arion banka en ekki leið á löngu þar til átta lögreglumenn komu á vettvang og spurðu hann spjörunum úr. Fréttablaðið hefur eftir honum að hann skilji vel að það sem hann gerir veki athygli en hann fari eftir lögum og reglum.

„Ég fæ myntina frá myntbraskara úti í Kína. Ég veit ekki hvaðan allt kemur en hluti kemur frá endurvinnslufyrirtæki sem kaupir samanpressaða bíla frá Íslandi. Þar leynist mikið af mynt.“

Er haft eftir honum. Hann sagði jafnframt að hann borgi ekkert fyrir myntina nema ef honum tekst að skipta henni, þá fái myntbraskarinn sanngjarnan hlut. Li gaf allt upp við komuna til landsins og sýndi blaðamanni Fréttablaðsins kvittun því til staðfestingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin