fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fréttir

Landsþekktir tónlistarmenn hraktir úr húsnæðinu í Miðbænum – „Þetta er grátlegt“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 31. janúar 2020 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttir bárust af því í gær að Bíó Paradís myndi loka dyrum sínum í vor vegna hækkunar á leigu. Þessar fréttir sköpuðu mikla reiði hjá menningarunnendum landsins þar sem Bíó Paradís hefur skipað sér veigamikinn sess í menningarlífi miðborgarinnar.

Sveinbjörn Thorarensen, betur þekktur sem Hermigervill, tjáði sig um lokunina í gær á Twitter og vakti athygli á því að hann hefur lent í svipuðu máli. „Í ljósi atburða dagsins minni ég á það að eftir að leigan á studiorýminu hjá okkur Loga Pedro og fleirum var hækkuð um 100% og við fórum út hefur rýmið staðið autt síðan – Í. Fjögur. Ár.“ Rýmið sem um ræðir er ennþá auglýst til leigu á fasteignasölunni Tröð en mynd af því má sjá hér fyrir neðan.

Húsnæðið sem um ræðir

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalistaforingi, deilir tísti Hermigervils og segir þetta vera „hagræði heimskunnar“. Gunnar er með kenningu um ástæðuna fyrir því að „Gamma-drengirnir“ séu að koma Bíó Paradís út úr húsnæðinu.„Gamma-drengirnir sem eru að hrekja BíóParadís út reikna ekki með að fá neinn til að leigja húsnæðið á rúmlega tvöföldu verði,“ segir Gunnar og bendir á að nóg sé af tómu húsnæði í miðbænum.

„Þetta gengur út að hækka áætlað leiguverð svo hægt sé að taka hærri lán út á eignina eða selja hana á hærra verði. Og þá skiptir engu hvort einhver vill leigja, bankinn spyr ekki um það (eins og sést á miklu magni af tómu verslunar- og skrifstofurými í miðbænum, sem lækkar ekkert þrátt fyrir enga eftirspurn). Ef Gamma-drengirnir eiga í erfiðleikum með að borga lánin þá safnar bankinn vanskilum saman, bætir ofan á höfuðstólinn á láninu sem þeir fengu vegna hækkunar leigunnar (þótt enginn vildi leigja) og lánar nýju fyrirtæki Gamma-strákanna, sem kaupir húsið á hærra verði.“

„Þetta er náttúrlega grátlegt“

Gunnar heldur áfram og segir þetta vera grátlegt fyrir unnendur kvikmynda og fólkið sem byggt hefur Bíó Paradís upp sem menningarmiðstöð í miðbænum. „Og þetta er skelfilegt í ljósi þess að Gamma-drengirnir eru helstu ráðgjafar forystu Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum. Þeir trúa á skapandi eyðileggingu; þeir eyðileggja allt sem er skapandi og fagurt í samfélaginu og græða á því í leiðinni, græða á að blóðmjólka banka og aðra sjóði sem þeir komast yfir.“

Friðjón R. Friðjónsson almannatengill bendir á að borgin beri einnig sína ábyrgð á háu leiguverði í formi fasteignagjalda. Ársleiga húseigna Bíó Paradísar nemi 13,5 milljónum en fasteignagjöld séu rúmar 6,2 milljónir króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“