Sunnudagur 29.mars 2020
Fréttir

Hjónabandsráðgjafi sakaður um óviðeigandi framkomu

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 24. janúar 2020 11:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjón sem ganga undir nafninu Sigurður og Guðrún greina frá samskiptum sínum af þerapistanum Kjartani Pálmasyni í nýjasta tölublaði Stundarinnar. Hjónin áttu við erfiðleika að stríða og sóttu því í ráðgjöf Kjartans, sem þeim líkaði vel í fyrstu.

Kjartan fór að hitta Sigurð og Guðrúnu sitt á hvað, þeim til mikillar ánægju. Hann hafi þó farið að haga sér á óviðeigandi hátt, þá sérstaklega gagnvart Guðrúnu og farið að reyna við hana.

„Ég er að átta mig á því núna að ég ber tilfinningar til þín.“

Eftir að Kjartan á að hafa sagst bera tilfinningar til Guðrúnar lenti hún í áfalli. Henni var byrlað á skemmtistað og lenti á sjúkrahúsi. Í kjölfarið fór hún í tíma til Kjartans.

„Ég ætla að koma yfir að faðma þig, því ég veit þú færð það ekki heima hjá þér.“ Þetta sagði Kjartan við hana samkvæmt henni.

„Hann tók fast utan um mig, hélt höndinni undir brjóstinu á mér og var með nefið í hnakkanum á mér. Ég fann að hann var að þefa af mér. Þarna var ég í algjöru áfalli, mér fannst þetta óþægilegt og allt of langt faðmlag. Mér fannst ég aftur vera orðin þrettán ára eins og þegar brotið var á mér fyrst.“

Í sama tíma á Kjartan að hafa hvatt Guðrúnu til að fara yfir nauðgun sem hún varð fyrir ung, það reyndi verulega á hana, enda var hún nýbúin að lenda í öðru áfalli. Eftir það á hann að hafa sagt. „Ég er gjörsamlega fallinn fyrir þér.“

Guðrún fór einungis í einn tíma hjá Kjartani eftir það, en þá á hann að hafa verið kaldur og fráhrindandi. Kjartan vildi ekki ræða málið við Stundina. Nánar má lesa um málið nýjasta tölublaði Stundarinnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Jón Gunnlaugur tekur við Víkingi, Andri Berg aðstoðar

Jón Gunnlaugur tekur við Víkingi, Andri Berg aðstoðar
Fréttir
Í gær

Blóðug átök í biðröð við salerni – Sagði að dömurnar ættu að ganga fyrir

Blóðug átök í biðröð við salerni – Sagði að dömurnar ættu að ganga fyrir
Fréttir
Í gær

Þorkell birti ótrúlegan spádóm – Stuttu seinna endaði hann í hjólastól

Þorkell birti ótrúlegan spádóm – Stuttu seinna endaði hann í hjólastól
Fréttir
Í gær

Ríkey varð kjaftstopp í Krambúðinni þegar þetta gerðist – „Við viljum alls ekki stofna neinum í hættu“

Ríkey varð kjaftstopp í Krambúðinni þegar þetta gerðist – „Við viljum alls ekki stofna neinum í hættu“