fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Réðust á starfsmann og tóku vörur úr versluninni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. janúar 2020 08:24

Höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt var um líkamsárás í verslun í Kópavogi á þriðja tímanum í nótt. Þar réðust þrír menn á starfsmann verslunarinnar og höfðu á brott með sér vörur úr versluninni. Ekki kemur fram í hvaða verslun atvikið átti sér stað og þá er ekki heldur vitað um meiðsl starfsmannsins. Málið er í rannsókn.

Lögreglu var tilkynnt um umferðaróhapp í Árbæ á öðrum tímanum í nótt. Þar hafði bifreið verið ekið á þrjár bifreiðar áður en henni var ekið af vettvangi. Lögregla hafði hendur í hári ökumannsins, en þegar ökumaðurinn steig út úr bifreiðinni vildi ekki betur til en svo að hún rann á lögreglubifreiðina. Ökumaðurinn er grunaður um ölvun við akstur og var hann vistaður í fangageymslu lögreglu.

Þessu til viðbótar voru nokkrir ökumenn stöðvaðir vegna aksturs undir áfengis eða fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Í gær

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi