fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Bernie Sanders vill að Bandaríkin verði meira eins og Ísland

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 13:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bernie Sanders, forsetaframbjóðandi og öldungadeildarþingmaður í Bandaríkjunum, er þessa dagana í kosningabaráttu fyrir prófkjör Demókrata fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Bernie greindi frá því á Twitter-síðu sinni í dag að hann vildi að Bandaríkin væru meira eins og Ísland þegar kemur að skotvopnanotkun lögreglu.

Bernie deilir lista með sex löndum og hversu margir létust í kjölfar þess að lögreglan skaut þá á árinu 2018. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að Ísland trónir á toppi listans. Á árinu 2018 lést enginn af völdum lögreglu hér á landi en á sama tíma létust tæplega þúsund manns í Bandaríkjunum vegna þessa.

„Ímyndið ykkur: Walter Scott – og svo miklu fleiri – væru á lífi í dag ef við værum búin að gera þær meiriháttar breytingar á réttarkerfinu sem við þurfum að gera í þessu landi,“ segir Bernie fyrir neðan listann. Það má gera ráð fyrir því að Bernie vilji að Bandaríkin líkist Íslandi í þessum málum þar sem hann setur Ísland á topp listans.

Bernie hefur gengið vel í kosningakönnunum en hann nálgast fyrsta sætið óðfluga. Um þessar mundir situr Joe Biden í efsta sæti í skoðanakönnunum en hann er hvað þekktastur fyrir að hafa verið varaforseti Bandaríkjanna þegar Obama var forseti. Velgengni Bernie hefur verið mikil undanfarið og má rekja það helst til sósíalískra stefnumála hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“