fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
Fréttir

Lögreglan svarar frásögn Atla – Líta málið alvarlegum augum

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 10:10

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær birtist frétt á DV er varðaði Atla Jasonarson, sem greindi frá ofbeldi er hann varð fyrir í lögreglubíl. Fréttin vakti nokkurra athygli og í kjölfarið senti lögreglan tölvupóst DV vegna málsins.

Lögreglan segir að þetta mál og önnur sambærileg mál séu litin alvarlegum augum. Mál Atla á að hafa fengið hefðbundna meðferð, þar sem að öllum gögnum var komið til nefndar sem hefur eftirlit með störfum lögreglu. Nefnd þessi fer því með umsjón með málinu.

„Vegna umfjöllunar um mál karlmanns á þrítugsaldri, sem kvartaði undan meintu harðræði lögreglumanns sl. sumar, vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu taka fram að hún lítur slík tilvik ávallt alvarlegum augum. Eftir að kvörtun mannsins barst í júlí 2019 tók við hefðbundið verklag embættisins þar sem öllum gögnum málsins, m.a. upptökum úr myndavélum, var safnað saman og þau send nefnd um eftirlit með störfum lögreglu í lok ágúst 2019.“

Atli greindi frá því að hann hafi verið handtekinn fyrir litlar sakir og síðan verið beyttur ofbeldi af hendi lögregluþjóns í lögreglubíl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“

Grænkerar verulega ósáttir við RÚV – „Ömurlega ófagmannlega unninn þáttur“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“

Íbúar logandi hræddir eftir að barnaníðingur flutti í bæinn – „Til skammar“
Fréttir
Í gær

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES

Kristrún stefnir að því að Halla megi ráða sér aðstoðarmann eins og ráðherrar fá – Ókeypis háskólanám verður bara fyrir fólk innan EES
Fréttir
Í gær

Einn af hápunktum í íslenskum markaðsheimi

Einn af hápunktum í íslenskum markaðsheimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra

Flugumferðarstjórar fá ekki lengur að horfa á fótbolta eftir alvarlegt atvik í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Samfylkinguna á rangri braut – „Það kemur mér virkilega á óvart“

Segir Samfylkinguna á rangri braut – „Það kemur mér virkilega á óvart“