Vaktstjórar hjúkrunar á Bráðadeild G2 á Landspítalanum hafa skorað á heilbrigðisráðherra, Velferðarnefnd Alþingis og Stjórn Landspítala að finna lausn á vanda bráðadeildar Landspítala og það tafarlaust. Þetttta kemur fram í yfirlýsingu frá vaktstjórunum en RÚV greindi frá.
Vakstjórarnir lýsa alvarlegum áhyggjum sínum af ástandi deildarinnar í yfirlýsingunni. Þá taka þeir undir með Má Kristjánssyni, yfirlækni á Landspítalanum, en hann hefur varað við því að stórslys sé í aðsigi á deildinni. Lýsingar Más á aðstöðuleysi, þrengslum og óviðunandi ástandi „sem heldur bara áfram að versna“ eru staðfestar í yfirlýsingu vaktstjóranna.