fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Ekkert ferðaveður í Eyjafirði – Lokað milli Dalvíkur og Akureyrar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 10:11

Mynd úr safni frá Akureyri: Einar Logi Vilhjálmsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Norðurlandi eystra vekur athygli á því að appelsínugul veðurviðvörun er komin í gildi fyrir svæðið. Veður fer nú versnandi í Eyjafirði og þar er ekkert ferðaveður, að sögn lögreglu.

Vegagerðin hefur lokað veginum frá Lónsbakka við Akureyri til Dalvíkur en þar er mikill skafrenningur og ekkert skyggni. Einnig er lokað frá Dalvík og til Ólafsfjarðar en snjóflóð féll þar á veginn í morgun.

„Biðjum við ferðalanga um að fylgjast vel með upplýsingum á heimasíðu Vegagerðar,“ segir lögreglan í tilkynningu á Facebook-síðu sinni.

Í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofunnar er fólk hvatt til að sýna varkárni og eru víðtækar samgöngutruflanir sagðar líklegar í Eyjafirði og norðantil á svæðinu.

„Við tökum að sjálfsögðu undir þetta með Veðurstofunni. Þegar spákort eru skoðuð má sjá að vindur muni aukast á Eyjafjarðarsvæðinu þegar líður að hádegi og að það verði suðvestan og vestanátt. Með þessu fylgi úrkomubakki. Veðrið gangi þó nokkuð hratt yfir og verði byrjað að ganga niður aftur seinnipartinn í dag. Þeim sem eiga börn í grunn- eða leikskólum er ráðlagt að fylgjast með heimasíðu viðkomandi stofnunar. Reynslan hefur kennt okkur að suðvestanátt getur verið erfið á Akureyri, sérstaklega í Glerárhverfi þar sem suðvestanáttin kemur oft öflug niður úr Glerárdal. Bendum einnig á heimasíðu Vegagerðarinnar en þar kemur m.a. fram að Öxnadalsheiði, Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli eru lokaðir, þegar þetta er skráð. Leitum upplýsinga og förum varlega,“ segir lögregla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða

Úkraínsk sérsveit hefur eyðilagt rússnesk hergögn að verðmæti 660 milljarða
Fréttir
Í gær

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista

Kostnaður við starfshópa Guðlaugs Þórs hljóp á hundruð milljónum króna – Flokksgæðingar á lista
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt
Fréttir
Í gær

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 

Hvað hefði brúðkaup Bezos kostað á Íslandi? – „Var mjög rausnarlegur og ég komst upp í 2,7 milljarða“ 
Fréttir
Í gær

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst

Sjónvarpsstöðin SÝN opnar upp á gátt fyrir alla landsmenn frá og með 1. ágúst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu

Grindavíkurbær auglýsir íbúðir í sinni eigu til leigu