fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Þau eru sögð líklegir eftirmenn Haraldar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. janúar 2020 09:14

Hver verður næsti ríkislögreglustjóri?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Johannessen hefur látið af embætti ríkislögreglustjóra en þann 9. desember var staðan auglýst. Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar næstkomandi og því enn hægt að sækja um embættið.

Kjartan Þorbergsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, gegnir embættinu tímabundið, eða þar til nýr ríkislögreglustjóri hefur verið skipaður.

Í Fréttablaðinu í dag er ljósi varpað á hugsanlega eftirmenn Haraldar í embætti og nokkrir einstaklingar nefndir til sögunnar. Meðal þeirra er Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Þá er Alda Hrönn Jóhannsdóttir, saksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum, orðuð við embættið.

Ólafur Þór Hauksson, sem skipaður var sérstakur saksóknari í kjölfar hrunsins, er einnig nefndur til sögunnar. Hann var skipaður héraðssaksóknari árið 2015. Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, er einnig orðaður við stöðuna. Hann hefur verið fangelsismálastjóri frá 2008 en áður starfaði hann hjá embætti Ríkislögreglustjóra og var meðal annars aðstoðarríkislögreglustjóri um skamma hríð árið 2007.

Enginn þeirra sem Fréttablaðið ræddi við og orðaðir hafa verið við embættið vildu tjá sig opinberlega um hvort þeir hafi eða ætla að sækja um embættið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu
Fréttir
Í gær

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa
Fréttir
Í gær

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi
Fréttir
Í gær

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu
Fréttir
Í gær

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum