fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Fréttir

Grái herinn í mál við ríkið: Pólitísk ákvörðun að lækka veiðileyfagjöld og skerða bætur almannatrygginga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 7. janúar 2020 10:00

Youtube skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Pétursson, forsvarsmaður Gráa hersins, segir að það sé stórpólitískt spursmál hvort til dæmis eigi að hækka veiðileyfagjald eða skerða bætur almannatrygginga. Grái herinn hefur nú höfðað mál gegn ríkinu vegna skerðinga á bótum úr almannakerfinu sem eiga sér stað eftir að eftirlaunaþegar ná ákveðinni upphæð greiðslna úr lífeyrissjóðum. Helgi ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

„Það sem deilt hefur verið um hér áratugum saman er vaxandi tilhneiging ríkisvaldsins til að sækja sér peninga í lífeyrissjóðakerfi almennings. Það var gert samkomulag um það hér á árum áður þegar við vorum að komast af stað með lífeyrissjóðina og almannakerfið að almannakerfið kæmi fyrst, allir borguðu í það með sköttum og fengju sömu upphæð út úr því. Síðan er lífeyrissjóðakerfið sett á laggirnar og þá átti það að vera viðbót, sparnaður sem fólk leggði til af launum sínum og tæki út þegar það hætti að vinna og gæti bætt því við framlag frá Tryggingastofnun.“

Helgi segir að það sé fest í lögum frá árinu 1960 að ekki megi verða bein tenging á milli þessara kerfa, ekki megi verða skerðingar á greiðslum úr almannakerfinu vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum. Því annars muni fólk ekki borga í lífeyrissjóðakerfið. Hins vegar segist Helgi ekki vita hvaða lög hafi verið sett síðan eða hvaða kjarasamningar ríkisins við verkalýðshreyfinguna hafi valdið því að menn telji sér heimilt að skerða almannatryggingarnar.

„Þetta eru mínir peningar, ríkið á ekkert tilkall til lífeyrissjóðakerfisins,“ segir Helgi og bendir á að það sé stórpólitísk ákvörðun að velja að sækja sér peninga í ríkissjóð með þessum hætti í stað þess að hækka veiðileyfagjöld.

„Þessi frasi er búinn til í Valhöll, að hvað séu menn að kvarta sem séu með milljón á mánuði í úr lífeyrissjóði. En þessi hópur er ekki með slíkar greiðslur heldur fyrrverandi alþingismenn og ráðherrar sem hafa komið sér vel fyrir í kerfinu. Langstærsti hópurinn, 45-50 þúsund manns, er með í kringum 300 000 á mánuði,“ segir Helgi og viðurkennir að það sé ekki óeðlilegt að skerða greiðslur úr almannatryggingum til þeirra sem séu með miklu hærri greiðslur en þetta úr lífeyrissjóði.

Helgi segir að stjórnmálamenn hafi lofað því að hætta þessari ósvinnu og Bjarni Benediktsson hafi meira að segja skrifað bréf til eldri borgara þess efnis fyrir kosningarnar árið 2013. Ekkert hafi hins vegar orðið úr efndum.

Helgi segir að mál Gráa hersins gegn ríkinu sé mjög vel undirbúið og hann er bjartsýnn á réttarhöldin. „Það er með ólíkindum að stjórnmálamenn átti sig ekki á því að með þessu er verið að stórskaða lífeyrissjóðakerfið. Fólk hugsar: Til hvers á ég að borga í lífeyrissjóð ef allt verður rifið af mér?“

Bréf Bjarna Ben til eldri borgara árið 2013
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu
Fréttir
Í gær

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa
Fréttir
Í gær

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi
Fréttir
Í gær

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu
Fréttir
Í gær

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum