fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fréttir

Lögreglan telur að réttargæslumenn hafi brotið starfsskyldur í máli lektorsins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 2. janúar 2020 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að réttargæslumenn tveggja meintra brotaþola Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors við Háskóla Íslands, hafi brotið gegn starfsskyldum sínum þegar þeir veittu fjölmiðlum viðtöl um rannsókn málsins. Íhugaði lögreglan að beina kröfu til dómara um að réttargæslumennirnir yrðu leystir frá störfum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Hefur blaðið eftir heimildamönnum að lögreglan hafi skoðað það vel fyrir helgi að beina slíkri kröfu til dómara. Meint brot á starfsskyldum réttargæslumannanna fólust í að þeir veittu fjölmiðlum viðtöl um málið og ræddu tiltekin atvik sem voru til rannsóknar.

Á þeim tíma sem viðtölin fóru fram var Kristján Gunnar í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Taldi lögreglan að á því stigi hafi rannsókn hennar verið á viðkvæmu stigi. Lögreglan getur beint kröfu til dómara um að réttargæslumenn eða verjendur verði leystir frá störfum ef þeir hafa hindrað rannsókn máls eða brotið gegn starfsskyldum sínum á annan hátt.

Blaðið segir að nýlegt fordæmi sé til um kröfu lögreglu á þessum grundvelli. Þá hafði verjandi tjáð sig við fjölmiðla um sakamál þegar rannsókn þess var á viðkvæmu stigi. Málið fór til Hæstaréttar sem féllst ekki á kröfu lögreglunnar. Í dómsniðurstöðu sagði að ekki sé hægt að fallast á kröfuna „nema verjandi hafi hindrað eða tiltekin líkindi standi til að hann muni hindra rannsókn svo einhverju máli skipti fyrir hana. Þá þurfi brotið að vera þess eðlis að það geti að einhverju marki haft áhrif á málsmeðferðina“.

Vísað var til þagnarskyldu verjanda en hún tekur einnig til réttargæslumanna. Hún nær að sögn Hæstaréttar ekki aðeins til þess sem skjólstæðingur trúi viðkomandi fyrir heldur einnig til annarra atriða sem hann kemst að þegar hann sinnir starfi sínu og eru almenningi ekki kunn. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í málinu að verjandinn hefði brotið þagnarskylduákvæðin þegar hann upplýsti um afstöðu skjólstæðings síns til sakargifta í viðtali við Fréttablaðið. Rétturinn féllst þó ekki á kröfu lögreglunnar um að honum yrði vikið frá störfum þar sem ekki þótti sýnt á að ummælin hefðu haft mikil áhrif á rannsókn málsins. Fréttablaðið segist hafa heimildir fyrir að þetta dómafordæmi hafi orðið til að lögreglan ákvað að aðhafast ekkert í máli fyrrnefndra réttargæslumanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Í gær

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag

Gullöld Donald Trump: Allt gengur forsetanum í hag
Fréttir
Í gær

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri