fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Fréttir

Þær eru varðhundar Hannesar: „Hvar heldurðu að þú værir án þeirra, vanþakkláti vælukjóinn þinn?“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 18. september 2019 10:10

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn fékk yfir sig mikið skítkast í gær eftir að hann líkti aðgerðum Gretu Thunberg við Barnakrossferðina.

Hann sagði aðgerðir Gretu líkjast nútíma fjöldaæði og að börn séu ef til vill ekki best í að leiða þjóðir. Barnakrossferðin hófst árið 1212 og endaði með hörmungum en mörg þeirra voru síðar hneppt í þrældóm. Þess má reyndar geta að Ármann Jakobsson sagnfræðiprófessor hefur bent á að líklega hafi engin börn tekið þátt í krossferðinni heldur fátæk alþýða.

Hvað sem því líður þá voru fáir ánægðir með tíst Hannesar og leyndu því ekki í athugasemdunum við tístið. Þó voru tvær konur sem komu Hannesi til varnar en þær hafa báðar verið afar duglegar við að styðja við bakið á honum.

Sú fyrri er Lovísa Líf Jónsdóttir, varaformaður Týs, félags ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi, en hún segir fólkið sem ræðst að Hannesi í athugasemdunum vera eina helstu ógn samtímans.

„Eins og sjá má á athugasemdum sumra undir tísti Hannesar, er til fólk sem skortir gagnrýna hugsun og almenna mannasiði. Slíkt fólk, sem reynir að grafa undan mál- og skoðanafrelsinu, er ein helsta ógn samtímans.“

Óhætt er að segja að þessi ummæli Lovísu hafi ekki farið vel í fólk á Twitter.

„Málfrelsi hlýtur að ganga í báðar áttir. Ef Hannes hefur frelsi til að henda fram fáránlegum staðhæfingum hafa aðrir frelsi til að gagnrýna málflutning hans eða ráðleggja honum að leggja sér mannaskít til munns, ef þeim svo lystir.“

„Hannes segir að 16 ára stelpa að berjast fyrir betri framtíð sé sambærilegt því þegar kaþólska kirkjan sendi fullt af börnum basically í sjálfsmorðsleiðangur, og þér finnst þeir sem setja spurningamerki við samanburðinn vera þeir sem skortir gagnrýna hugsun?“

Það má segja að Lovísa sé einn dyggasti aðdáandi Hannesar á Twitter, þar hrósar hún honum fyrir góð skrif ásamt því sem hún fær myndir af sér með honum.

Lovísa er þó ekki ein í stríðinu gegn óvinum Hannesar en það er Erna Ýr Öldudóttir sem berst við hlið hennar þar. Erna Ýr er blaðamaður á Viljanum, fjölmiðli Björns Inga Hrafnssonar. Erna er líka afar dugleg þegar kemur að því að lofa Hannes og lasta þá sem mótmæla skoðunum hans. Raunar skaut hún á nær alla sem höfðu gagnrýnt Hannes.

Notandi nokkur spyr Hannes í athugasemdunum við færsluna hvort hann þurfi ekki að fara að halda kjafti. Erna er þá fljót að gangrýna þetta svar þar sem það var ekki alveg nógu kurteist fyrir hennar smekk.

„Lærðu mannasiði. Það er enn ekki of seint.“

Síðan segir annar notandi gamla kapitalísta ekki endilega vera viskulegustu leiðarvísina til framtíðar. Þá virðist sem Erna hafi gleymt mannasiðunum sínum en svar hennar er langt frá því að vera kurteist.

„Hvar heldurðu að þú værir án þeirra, vanþakkláti vælukjóinn þinn?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Úber rasískur“ pistill í Morgunblaðinu veldur úlfúð – „Er hún opinberlega að peppa nasisma?“

„Úber rasískur“ pistill í Morgunblaðinu veldur úlfúð – „Er hún opinberlega að peppa nasisma?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju

Brennuvargurinn á Bræðraborgarstíg neitar sök – Ákærður fyrir að drepa þrjá og íkveikju
Fréttir
Í gær

Úti er hjólhýsa-ævintýri – 50 ára hjólhýsabyggð lokað

Úti er hjólhýsa-ævintýri – 50 ára hjólhýsabyggð lokað
Fréttir
Í gær

Höskuldur Þórhallsson meðal umsækjenda hjá Náttúrufræðistofnun

Höskuldur Þórhallsson meðal umsækjenda hjá Náttúrufræðistofnun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harðar nágrannaerjur á Arnarnesi – Ragnheiður Clausen vann dómsmál

Harðar nágrannaerjur á Arnarnesi – Ragnheiður Clausen vann dómsmál
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atvinnuglæpamenn að verki í vespumáli 13 ára drengs – Hjólahvíslarinn skarst í leikinn

Atvinnuglæpamenn að verki í vespumáli 13 ára drengs – Hjólahvíslarinn skarst í leikinn