fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Notaði hníf í átökum í Hafnarfirði

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 16. september 2019 08:22

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um líkamsárás í heimahúsi í Hafnarfirði á áttunda tímanum í gærkvöldi.

Meiðsli þolanda voru sem betur fer ekki alvarleg en að sögn lögreglu var lagt til hans með hnífi. Lögregla handtók sakborning á vettvangi og vistaði í fangageymslu. Málið er í rannsókn.

Nokkru áður, eða á sjöunda tímanum, hafði lögregla afskipti af ökumanni sem ók eftir göngustíg í Hlíðunum. Ökumaðurinn er grunaður um ölvunarakstur en í bílnum var farþegi sem reyndist vera án landvistarleyfis. Ökumaðurinn var látinn laus eftir sýnatöku en farþeginn var vistaður í fangageymslu.

Lögregla fékk tilkynningu á tíunda tímanum í gærkvöldi um að bifhjóli væri ekið mjög óvarlega í bílakjallara í Kópavogi. Við afskipti lögreglu kom í ljós að ökumaðurinn var réttindalaus og bifhjólið án skráningarnúmers og ótryggt.

Loks var tilkynnt um árekstur í Árbænum um kvöldmatarleytið í gær. Þar hafði verið ekið aftan á kyrrstæða bifreið. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Honum var sleppt lausum eftir sýnatöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Birtir mynd af frægasta glugga Íslands – Bærinn vill láta taka uppstillinguna niður

Birtir mynd af frægasta glugga Íslands – Bærinn vill láta taka uppstillinguna niður
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar