Fimmtudagur 23.janúar 2020
Fréttir

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. september 2019 09:46

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum svipti erlendan ökumann ökuréttindum til bráðabirgða eftir nokkuð óvenjulegt atvik á Reykjanesbraut í gær. Ökumenn leggja sig nú yfirleitt fram við það að vanda aksturslag sitt þegar þeir verða varir við lögreglubíl í umferðinni.

Lögreglumennirnir voru við umferðareftirlit á Reykjanesbraut í gær þegar bifreið var ekið með ofsahraða á eftir lögreglubílnum.

„Þegar saman dró töldu lögreglumenn að ökumaður bifreiðarinnar myndu aka aftan á lögreglubifreiðina og skiptu því um akrein. Var bifreiðinni þá ekið fram úr lögreglubifreiðinni og mældist hún á 150 kílómetra hraða. Auk ökumanns voru fullorðinn farþegi svo og 10 ára barn í bifreiðinni. Ökuskírteini ferðalangsins er í geymslu á lögreglustöð þar til að hann fer úr landi,“ segir í skeyti frá lögreglunni, en ekki kemur fram hvers vegna ökumaðurinn var að flýta sér jafn mikið og raun ber vitni.

Þá hefur lögregla kært á fjórða tug ökumanna fyrir of hraðan akstur á síðustu dögum. Einn þeirra ók yfir tvöföldum hámarkshraða því hann mældist á 61 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Annar, sem ók Reykjanesbrautina, mældist á 145 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar.

Fáein umferðaróhöpp hafa orðið í umdæminu á undanförnum dögum en  þau voru öll minni háttar og engin slys á fólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Guðjón segir að það verði ekki náttúruöflin sem hrekja íbúana á brott heldur sterk og lítt sýnileg öfl

Guðjón segir að það verði ekki náttúruöflin sem hrekja íbúana á brott heldur sterk og lítt sýnileg öfl
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Fauk í Björn eftir símtal frá frænku hans: „Ég missti hökuna niður í bringu“ – Grátbað hann um að reyna allt til að snúa ákvörðuninni við

Fauk í Björn eftir símtal frá frænku hans: „Ég missti hökuna niður í bringu“ – Grátbað hann um að reyna allt til að snúa ákvörðuninni við
Fréttir
Í gær

Nemendur í uppnámi vegna framkomu formanns prófnefndar – Tók hjálpargögn af nemendum – „Eins og tröllskessa í gegnum stofuna“

Nemendur í uppnámi vegna framkomu formanns prófnefndar – Tók hjálpargögn af nemendum – „Eins og tröllskessa í gegnum stofuna“
Fréttir
Í gær

Birna endurkjörin formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks – Áhyggur af stöðu dansara og danshöfunda

Birna endurkjörin formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks – Áhyggur af stöðu dansara og danshöfunda
Fréttir
Í gær

Fyllti innkaupakerruna af bringum og Pepsi Max og gekk út

Fyllti innkaupakerruna af bringum og Pepsi Max og gekk út
Fréttir
Í gær

Sjö færðir á lögreglustöð eftir þjófnað í Breiðholti

Sjö færðir á lögreglustöð eftir þjófnað í Breiðholti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skúli reynir að losna við Svein Andra sem skiptastjóra WOW air – Málið komið á dagskrá héraðdóms

Skúli reynir að losna við Svein Andra sem skiptastjóra WOW air – Málið komið á dagskrá héraðdóms
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rafbílasali trylltist um borð í vél Icelandair – Guðmundur Thor sagður hafa hrækt framan í lögregluna

Rafbílasali trylltist um borð í vél Icelandair – Guðmundur Thor sagður hafa hrækt framan í lögregluna