fbpx
Laugardagur 26.september 2020
Fréttir

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. september 2019 09:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr, rithöfundur, leikari og fyrrverandi borgarstjóri, var fluttur á spítala í síðustu viku. Jón hefur glímt við mígreni reglulega frá barnsaldri og hefur hann sjálfur sagt frá því að svæsnustu köstin lýsi sér eins og hann sé að fá heilablóðfall.

Það var einmitt mígreni sem gerði Jóni lífið leitt í síðustu viku, en í færslu á Facebook-síðu sinni segist hann hafa byrjað að finna fyrir vægum einkennum mígrennis – aðallega sjóntruflunum – á sunnudag í síðustu viku. Þessi einkenni liðu hjá og svaf hann ágætlega um nóttina.

Heil blaðsíða af bulli

„Daginn eftir sat ég við skriftir. Um kvöldið átti ég svo að fara í næturtökur vegna hlutverks míns í kvikmyndinni Gullregn eftir Ragnar Bragason. Ég fann ekki fyrir neinu, leið ágætlega og fannst skrifin ganga vel. Um tvö leytið gerði ég smá hlé og fékk mér kaffi. Ég var búinn að eiga í smávægilegu basli með orðaval en ekkert sem ég upplifði sem stórmál, bara að leita að réttu orðunum,“ segir Jón.

Honum var þó brugðið þegar hann settist niður við tölvuna með kaffibollann og leit yfir textann sem hann var búinn að skrifa. Það sem blasti við var heil blaðsíða af algjöru bulli. Jón birtir sýnishorn máli sínu til stuðnings og má sjá það á myndinni hér að ofan.

„Mér brá því ég gat ekki einu sinni lesið út hvað ég hafði verið að reyna að segja, bara óskiljanlegt. Ég eyddi þessu og byrjaði aftur. Það kom bara bull og ég náði ekki að samræma hugsun í orð. Ég hugsaði að ég yrði að taka mígrenilyfið mitt en gat ómögulega munað hvar það var. Þá ætlaði ég að hringja í Heilsugæsluna en mundi ekki hvað það hét og vissi ekki hvernig ég ætti að komast þangað. Og á sama tíma fann ég mígrenið aukast.“

Sendur í myndatöku

Eiginkona hans, Jóga, var í klippingu en þau hjónin voru á leið til Úkraínu á miðvikudeginum.

„Ég vildi alls ekki trufla hana í klippingunni. Ég hringdi því í Kamillu dóttur mína og bað hana að hjálpa mér. Hún kom og sótti mig og þá var ég orðinn alveg ruglaður, kominn með höfuðverk og ógleði. Hún keyrði mig beint uppá slysó og ég var tekinn beint inn og fékk lyf í æð og var sendur í myndatöku. Það þarf að gera því sú tegund af mígreni sem ég er með setur mig í mikla áhættu á að fá heilablóðfall. Ég lá bara einsog slytti og grét einsog barn. Sem betur fer voru ekki neinar blæðingar,“ segir hann.

Svo fór að tökunum var aflýst þennan dag en upp úr miðnætti var Jón útskrifaður og fór hann heim. Hann kláraði svo tökurnar kvöldið eftir og svo flugu þau hjónin til Kænugarðs á tilstettum tíma þar sem þau hafa tekið þátt í ráðstefnu.

„Ég er búinn að halda tölur, hitta bæði borgarstjórann og forseta Úkraínu og hans fólk og búinn að fara í fjölda viðtala. Eins og fram hefur komið þá hefur nýkjörinn forseti Úkraínu nefnt mig og Besta flokkinn sem sína helstu fyrirmynd og fór ekki leynt með það í samtali okkar. Ég hefði viljað ræða meira við hann og þau en til þess gefst ekki tími núna.“

Jón segir í færslu sinni að hann sé enn dálítið eftir sig og hann þurfi að taka sér tíma til að velta þessu fyrir sér. „Í gærkvöldi sátum við Jóga kvöldverð með ýmsum fyrirmennum ss Tony Blair, nokkrum Hollívúddstjörnum, Steven Pinker, Carl Bildt og hans ágætu konu, Jeffrey D. Sacks og fullt af stjórmennum sem við hreinlega þekktum ekki. Lífið getur verið alveg rosalega furðulegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gul viðvörun og suðaustansuddi á leiðinni

Gul viðvörun og suðaustansuddi á leiðinni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Úber rasískur“ pistill í Morgunblaðinu veldur úlfúð – „Er hún opinberlega að peppa nasisma?“

„Úber rasískur“ pistill í Morgunblaðinu veldur úlfúð – „Er hún opinberlega að peppa nasisma?“
Fréttir
Í gær

Nístandi fátækt hjá fólki í ferðaþjónustu – Hjón með 100 þúsund á mánuði

Nístandi fátækt hjá fólki í ferðaþjónustu – Hjón með 100 þúsund á mánuði
Fréttir
Í gær

Rúmlega helmingur nýsmitaðra ekki í sóttkví

Rúmlega helmingur nýsmitaðra ekki í sóttkví
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tæknilegur klaufaskapur Þorbjarnar opinberar aðkomu hans að gagnasöfnun fyrir kæru Samherja

Tæknilegur klaufaskapur Þorbjarnar opinberar aðkomu hans að gagnasöfnun fyrir kæru Samherja
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harðar nágrannaerjur á Arnarnesi – Ragnheiður Clausen vann dómsmál

Harðar nágrannaerjur á Arnarnesi – Ragnheiður Clausen vann dómsmál