fbpx
Fimmtudagur 24.september 2020
Fréttir

Ekkert drama lengur á Austur segir nýi framkvæmdastjórinn – Býður til samstarfs og segir að allir séu velkomnir á staðinn – UPPFÆRT

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 12. september 2019 12:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eftir að WOW varð gjaldþrota hefur fólki fækkað ískyggilega mikið í miðbænum og við viljum endilega snúa því við,“ segir Raul, framkvæmdastjóri skemmtistaðarins Austur í Austurstræti en þessi vinsæli staður hefur mikið verið í fréttum í gegnum árin. Raul er frá Portúgal en hann hefur búið á Íslandi í 11 ár og starfað mikið í veitingageiranum. Raul talar ágæta íslensku.

Miklar deilur hafa geisað í eigendahópi Austur og framkvæmdastjóri staðarins, Víkingur Heiðar Arnórsson, var rekinn síðasta haust. Jafnframt var staðnum lokað tímabundið. Ósamkomulag var milli eigendanna um brottrekstur Víkings.

„Ég er búinn að vera framkvæmdastjóri hér síðan í mars og hér er ekkert drama. Eftir allt þetta drama sem var í kringum Austur er fólk ekki með réttar hugmyndir um staðinn. Ég er að reyna að láta fólk vita hvað er í gangi hérna,“ segir Raul en hann hefur sent kynningarbréf á marga aðila þar sem hann býður til samstarfs um að efla skemmtanalífið í miðbænum.

Aðaleigandi Austur í dag er Íraninn Gholamhossein Mohammad Shirazi en miklar deilur voru í eigendahópnum áður en Austur var lokað síðasta haust. Raul segir að Shirazi hafi engu að síður dregið sig mjög út úr daglegum rekstri og Raul sjái bara um hann. „Hann hefur bara látið mig taka þetta yfir og ég sé um reksturinn og einn maður sem býr í London. Við erum bara að vinna saman í friði að því að efla staðinn.“

„Ég get ekki tjáð mig um þessar deilur sem voru milli eigenda, ég hef ekkert með þetta að gera. Við erum bara góðir í dag og ekkert drama. Ég átti líka gott samstarf við Víking, fyrrverandi framkvæmdastjóra“ segir Raul og rifjar líka upp neikvæða frétt frá því í sumar þess efnis að samkynhneigðum manni hafi verið meinaður aðgangur að staðnum vegna kynhneigðar sinnar. „Þetta gerðist þegar ég var ekki á staðnum og við höfum látið dyravörðinn sem bar ábyrgð á þessu fara. Þess má geta að plötusnúðurinn þetta kvöld var samkynhneigður. Hingað eru allir velkomnir óháð kynhneigð.“

Í kynningarbréfinu sem minnst var á hér að framan býður Raul viðskiptavinum annarra staða upp á 15% afslátt og hann býður 20% af VIP þjónustu. Þá býður hann upp á 25% afslátt fyrir starfsmannapartý. Raul vill að veitingastaðir í miðbænum sendi viðskiptavini og starfsfólk á aðra staði í bænum til að skemmta sér og þannig verði skemmtanalífið í miðbænum eflt.

Raul greinir einnig frá því að verið sé að endurnýja matseðlana á Austur og koma upp aðstöðu til að fylgjast með íþróttaviðburðum.

Uppfært

DV hefur borist athugasemd frá fulltrúa hluthafa í Austur þar sem bent er á að Gholamhossein Mohammad Shirazi sé ekki meirihlutaeigandi í Austur samkvæmt Credit Info og RSK. Hann og Effat K. Boland séu þar skráðir eigendur. Þá bendir þessi aðili á að Raul sé ekki skráður framkvæmdastjóri staðarins í þessum gögnum. Segir hann að Raul stýri staðnum tímabundið uns annar framkvæmdastjóri verði ráðinn. – Það má merkja af þessum pósti að hann ríki deilur um eignarhald og rekstur á Austur því bréfritari segir að eignarhald Gholamhossein Mohammad Shirazi sé jafnvel vafa undirorpið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

57 smit í gær – 2400 manns í sóttkví

57 smit í gær – 2400 manns í sóttkví
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Telur að Gunnar fái í mesta lagi sex ára fangelsi

Telur að Gunnar fái í mesta lagi sex ára fangelsi
Fréttir
Í gær

Vandamál með klám í Rimaskóla – „Einhver í skólanum sagði honum að gera það“

Vandamál með klám í Rimaskóla – „Einhver í skólanum sagði honum að gera það“
Fréttir
Í gær

Steinunn Ólína hvetur til borgaralegar óhlýðni – Varar fólk við því að gerast leynilöggur

Steinunn Ólína hvetur til borgaralegar óhlýðni – Varar fólk við því að gerast leynilöggur
Fréttir
Í gær

Fangelsisrefsing liggi við fölsun og dreifingu nektarmynda

Fangelsisrefsing liggi við fölsun og dreifingu nektarmynda
Fréttir
Í gær

100 manna glæpagengi umsvifamikið í afbrotum – Vanmáttug lögregla

100 manna glæpagengi umsvifamikið í afbrotum – Vanmáttug lögregla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkislögreglustjóri auglýsir eftir egypsku fjölskyldunni

Ríkislögreglustjóri auglýsir eftir egypsku fjölskyldunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Héraðsdómur hafnar kröfu írakskrar fjölskyldu – Óttuðust „valdamikinn hershöfðingja“ vegna ljósmynda úr svallpartíi

Héraðsdómur hafnar kröfu írakskrar fjölskyldu – Óttuðust „valdamikinn hershöfðingja“ vegna ljósmynda úr svallpartíi