fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Harðkjarna kjötætur æfar yfir kvöldfréttunum: „Þetta þarf að stoppa“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 26. ágúst 2019 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kvöldfréttum RÚV í gær var greint frá því að einhugur væri meðal meirihluta Reykjavíkurborgar að skoða að minnka framborð á dýraafurðum í grunnskólum borgarinnar. Samtök grænkera á Íslandi hafa hvatt yfirvöld til þessa.

Ljóst er að ekki er einhugur meðal Íslendinga um þetta líkt og meðal meirihlutans. Í Facebook-hópnum Iceland Carnivore Tribe-Kjötætur eru menn æfir. Það mætti kalla meðlimi þess hóps, sem eru um þrjúþúsund, harðkjarna kjötætur enda borða margir ekkert nema kjöt. Hópnum er lýst svo: „Þessi grúppa er ætluð til fræðslu skrafs og ráðagerða fyrir þá sem hafa áhuga á að neyta kjöts og/eða dýraafurða og sneiða hjá plöntuafurðum hvort sem það er til lengri eða skemmri tíma.“

Í frétt RÚV sagði Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, að borgin hygðist skoða það að minnka mikið dýraafurðir í mat barna.

„Mér finnst alveg þess virði að skoða það og ég er hæstánægð með yfirlýsingu grænkera sem er mikil og góð hvatnig. Ég held að það sé skynsamlegt og ég held að það sé öllum ljóst að við ætlum að grípa til einhverra aðgerða. Við samþykktum matarstefnu á síðasta kjörtímabili sem við erum að innleiða núna og svo erum við að fara að taka til endurskoðunar aðgerðaáætlun í loftslagsmálum og þar kemur þetta vel inn,“ sagði hún.

Meðlimir hópsins telja það grafalvarlegt að grunnskólabörn verði neydd í veganisma. „Það er grafalvarlegt mál að veganistar fá tækifæri á að halda svona rangfærslum og bulli uppi í fjölmiðlum gagnrýnislaust,“ skrifar einn í hópnum. Annar tekur undir og segir: „Þetta þarf að stoppa“. Ævar Austfjörð, stjórnandi hópsins og helsti talsmaður kjötæta á Íslandi, segist vona að þessu verði ekki tekið þegjandi. „Já, þetta er grafalvarlegt mál. Ég ætla að vona að foreldrar barna í skolum Reykjavíkur mótmæli þessu.“

Af athugasemdum að dæma ætla kjötætur ekki að taka þessu þegjandi. „Ef þetta væri gert i mínum skóla myndi ég kæra þau, það er bannað að vera með trúar innræti í skólum og þetta gengur gegn stefnu um fjölbreitt mataræði,“ segir einn karlmaður til að mynda. Annar segir svo: „Foreldrar eiga að taka börnin sín úr þeim skólum sem þetta verður gert í .“

Þriðja kjötætur segir svo: „Það væri um að gera að félagsskapur eins og þessi hér (kjötætur) sendu líka áskorun til skóla- og frístundaráðs, til að það sé mótvægi við þessa áskorun grænkera og því þyrfti líka að taka afstöðu til þeirrar áskorunar frá kjötætum. Það er svo auðvelt fyrir grænkera að hafa sitt í gegn ef það eru bara þeirra sjónarmið sem koma fram.“

Líkt og fyrir segir þá telja meðlimir hópsins að það sé allra meina bót að borða einungis kjöt. Sumir tala inn á það í athugasemdum. „Helsti óvinur nútíma mannsins er „fæða“ unnin úr jurtaríkinu. Sykur, hveiti, jurtaolíur og ávaxtasykur. Á að fara að auka neyslu þessara vara í skólanum? Neysla dýraafurða er ekki óvinurinn, hvorki umhverfinu eða manninum. Það er illa framkvæmdur landbúnaður,“ segir ein kjötæta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“