Föstudagur 21.febrúar 2020
Fréttir

Við mætumst á ný, fávitinn þinn

Svarthöfði
Fimmtudaginn 22. ágúst 2019 17:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jæja, hér mætumst við á ný. Svarthöfði og lesendur DV sem elska að kjamsa á einkamálum annarra. Svarthöfði hefur ekkert breyst síðan í fyrra og ég veit að þú, kæri lesandi, hefur heldur ekkert breyst. Þú elskar enn að slúðra og skrafa á kaffistofunni yfir því hvað hinn og þessi er með í laun, Svarthöfða finnst enn að þú sért fáviti sem eigir að skammast sín.

Svarthöfði er á móti tekjublöðum. Svarthöfða finnst algjörlega galið að birta tekjur fólks, að dýfa sér svo langt ofan í einkamál fólks og finna þeirra veikasta punkt. Eigum við ekki bara líka að birta lista yfir alla sem halda framhjá? Alla sem eru stoppaðir af löggunni? Hvað með vanskilaskrána – eigum við ekki að birta hana líka fyrst við erum að þessu?

Svo er það sú staðreynd að þessar tekjutölur eru meingallaðar. Svarthöfði blaðaði í tekjublaði síðasta árs til að koma sér í gírinn fyrir þetta ár. Í því var heimsfrægur athafnamaður með klink á mánuði og tekjur eins þekktasta áhrifavalds Íslands náðu ekki upp í nös á ketti. Bókstaflega. Ég meina, hver er með sextán þúsund krónur í mánaðarlaun?! Svo eru það bévítans listamennirnir sem svíkja allir meira og minna undan skatti. Það er ekki hægt að taka svona tekjublöð alvarlega.

Svarthöfði skilur líka ekki af hverju við viljum sí og æ vera að grafa undan trúnaði á vinnumarkaði. Það er staðreynd að það eiga ekki allir sömu laun skilið. Það er líka staðreynd að sumir eru ófærir um að horfa í eigin barm og er fyrirmunað að skilja af hverju Jón í næstu skrifstofu er með 200 þúsund kalli meira á mánuði. Því verður þessi tekjubirting alltaf helvítis vesen og leiðindi.

Því segir Svarthöfði, eins og hann sagði í fyrra og árið þar áður og þar áður og þar áður – Skammastu þín fyrir að lesa tekjublaðið, velta þér upp úr náunganum og finna fyrir óhugnalegri sæluvímu yfir því að sjá að þú ert með hærri laun en sessunautur þinn. Skammastu þín og farðu í kalda sturtu til að skola af þér smáborgaraháttinn og ómerkilegheitin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ríkislögmaður heldur nöfnum tveggja vitna í máli Guðjóns Skarphéðinssonar leyndum

Ríkislögmaður heldur nöfnum tveggja vitna í máli Guðjóns Skarphéðinssonar leyndum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stunguárás á Kvíabryggju – Heimildarmaður DV segir árásina hrottalega

Stunguárás á Kvíabryggju – Heimildarmaður DV segir árásina hrottalega
Fréttir
Í gær

Kínverjar færðu Melrakkasetrinu stóra peningagjöf – Enginn vill skipta peningunum

Kínverjar færðu Melrakkasetrinu stóra peningagjöf – Enginn vill skipta peningunum
Fréttir
Í gær

Umferðarslys á Kjalarnesi

Umferðarslys á Kjalarnesi