fbpx
Fimmtudagur 19.september 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Eplin falla við eikurnar

Fréttir

Skúli í Subway uggandi: „Neytandinn fær á endanum nóg og segir hingað og ekki lengra“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. ágúst 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi Subway á Íslandi, hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem upp er komin í miðborginni vegna fregna af tíðum lokunum veitingahúsa. Þetta segir Skúli í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag. Meðal þeirra staða sem lokað hafa að undanförnu má nefna Ostabúðina og Dill Restaurant.

„Maður er virkilega uggandi af því að þetta eru mjög góðir staðir sem farið hafa á hausinn. Þess utan sjáum við fína rekstraraðila gefast upp og það er mikið áhyggjuefni. Ef við einblínum á Reykjavík má fljótt sjá að álögur hafa snarhækkað, sem allt auðvitað endar á viðskiptavininum. Hann fær á endanum nóg og segir hingað og ekki lengra, enda neitar hann að greiða fyrir hækkandi launatengd gjöld, fasteignagjöld og aðrar álögur,“ segir Skúli í viðtalinu.

Skúli telur að þróunin verði sú að veitingastöðum fjölgi í úthverfum höfuðborgarsvæðisins. Því fagnar Skúli.

„Ef við tökum Garðabæ sem dæmi er núna hægt að velja milli fínna veitingastaða þar sem áður var engan stað að finna. Staðan í miðborginni er hins vegar mjög alvarleg og ég hef áhyggjur af því þegar verið er að loka gæðastöðum á borð við Dill og Ostabúðina. Það er ekki góð þróun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni

Drógu báðir upp hníf í slagsmálum í miðborginni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð

Konu hrint fram af svölum í Breiðholti – Alvarlega slösuð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða

Lögreglumenn á Reykjanesbraut undrandi: Brunaði fram úr löggunni á 150 kílómetra hraða
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn

Jón Gnarr var fluttur á spítala í síðustu viku: „Þá var ég orðinn alveg ruglaður“ –  Grét eins og barn