Föstudagur 21.febrúar 2020
Fréttir

Áslaug var með há laun hjá Orku náttúrunnar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. ágúst 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Thelma Einarsdóttir náði athygli heillar þjóðar á síðasta ári og vel fram á það nýja þegar henni var sagt upp hjá Orku náttúrunnar (ON). Áslaug hafði gegnt stöðu forstöðumanns einstaklingsmarkaðar hjá fyrirtækinu, sem er dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, en var sagt upp haustið 2018. Áslaug og eiginmaður hennar, Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs, létu hátt í sér heyra og hélt Áslaug því fram að hún hefði verið rekin fyrir að kvarta undan hegðun Bjarna Más Júlíussonar, þáverandi framkvæmdastjóra ON. Síðar var uppsögnin talin réttmæt af innri endurskoðun en fyrir stuttu lagði Áslaug fram stefnu á hendur ON fyrir að hafa mismunað henni í launum á grundvelli kyns.

Bjarni Már hafði meðal annars verið sakaður um að senda frá sér óviðeigandi tölvupóst á starfsfólk. Honum var sagt upp skömmu eftir uppsögn Áslaugar.

Innri endurskoðun komst að þeirri niðurstöðu að Áslaugu hefði verið sagt upp vegna „frammistöðuvanda“. Niðurstaðan var mjög umdeild enda koma uppsögn Áslaugar í kjölfar þess að hún kvartaði undan hegðun Bjarna Más. Auk þess var orðalagið frammistöðuvandi haft í flimtingum.

Laun: 1.365.851 kr.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ríkislögmaður heldur nöfnum tveggja vitna í máli Guðjóns Skarphéðinssonar leyndum

Ríkislögmaður heldur nöfnum tveggja vitna í máli Guðjóns Skarphéðinssonar leyndum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stunguárás á Kvíabryggju – Heimildarmaður DV segir árásina hrottalega

Stunguárás á Kvíabryggju – Heimildarmaður DV segir árásina hrottalega
Fréttir
Í gær

Kínverjar færðu Melrakkasetrinu stóra peningagjöf – Enginn vill skipta peningunum

Kínverjar færðu Melrakkasetrinu stóra peningagjöf – Enginn vill skipta peningunum
Fréttir
Í gær

Umferðarslys á Kjalarnesi

Umferðarslys á Kjalarnesi