Föstudagur 21.febrúar 2020
Fréttir

Dóttir Þórönnu grætur af gleði: „Ég sat skjálfandi og stjörf í gærkvöldi“

Jón Þór Stefánsson
Föstudaginn 16. ágúst 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni greindi Þóranna Friðgeirsdóttir frá því að hjóli dóttur hennar hefði verið stolið. Nú hefur Þóranna greint frá því í Facebook-færslu að dóttir hennar sé komin með nýtt hjól, þökk sé gjafmildu fólki.

Í upprunalegu færslunni sagði Þóranna frá því að einhver einstaklingur hefði haft fyrir því að brjóta upp lás á viku gömlu hjóli dóttur hennar og stolið því. Þrátt fyrir að hjólið væri augljóslega í eigu barns.

Þóranna segir í nýju færslunni að viðbrögðin sem hún hafi fengið sé miklu meiri en henni hafi nokkurn tíman grunað, en hún er mjög þakklát fyrir allan stuðningin sem hún hefur fengið.

„Mig hefur skort orð yfir örlætinu, samkenndinni og kærleikanum sem ég hef fundið fyrir síðastliðinn sólarhring.“

„Þegar ég skrifaði til þjófsins í gærmorgun voru þetta alls ekki viðbrögðin sem ég átti von á, ég vildi einungis vekja athygli á því hvað svona brot geta verið ofsalega sár. Það ætti að vera nóg að læsa hjólinu sínu fyrir utan heimilið sitt, það er augljóslega í eigu einhvers og mín eina von var að það fyndist einhvers staðar.“

Þóranna segir að það hafi verið ansi erfitt fyrir dóttur hennar sem hafði safnað lengi fyrir hjólinu.

„Fyrir utan þessar 2500 deilingar sem er það eina sem ég óskaði eftir. Þá bárust mér óteljandi skilaboð, email, sms og símtöl, með ábendingar um staði sem hægt var að leita á, fólk að aðstoða við leitina og aðstoð við kaup á nýju hjóli, jafnvel fólk sem hreinlega bauðst til þess að bera kostnað af nýju hjóli handa dóttur minni. Klökk og yfir mig þakklát afþakkaði ég þó, þar sem ég vonaðist heldur til að hjólið kæmist í leitirnar.“

„„Mamma ef ég þekki þig rétt muntu aldrei þiggja svona aðstoð til að kaupa nýtt hjól“ sagði dóttir mín. Eftir að hafa fylgst með mér á Facebook og fólk fór að rétta fram hjálparhönd. Þetta snerti mig smá, þar sem ég hef oftar en ekki setið á stoltinu mínu og frekar barist í bökkum en að þiggja aðstoð. Ég vil ekki að hún verði svoleiðis.“

„Því miður hef ég ekki haft tök á að vera með heimilistryggingu. Svo það var ekki möguleiki að nýta hana.“

Þóranna segir dóttur sína vera afskaplega duglegt barn sem hafi svo sannarlega ekki átt skilið að missa hjólið sem hún hafi safnað fyrir í um það bil ár. Hún hafi því leyft fólkinu sem hafi boðið fram hjálparhönd að safna fyrir nýju hjóli, til að sýna að það væri meira til af góðu fólki en vondu.

„Dóttir mín er eitt duglegasta barn sem ég veit um, samviskusöm í skólanum og fimleikunum, aðstoðar mig heima og með bræður sína, án þess að biðja um neitt i staðinn. Ég hugsaði með mér að ef einhver ætti skilið svona gott karma er það hún. Ég vildi líka sanna það fyrir henni að það væri til mun meira af góðu fólki en slæmu, það vegur svo miklu meira á móti.“

„Svo ég ákvað að taka því að leyfa fólki að aðstoða okkur með kaup á nýju hjóli og viðbrögðin stóðu ekki á sér, það var komið upp í nýtt hjól á núll einni.
Ég sat skjálfandi og stjörf í gærkvöldi að reyna að koma höfðinu mínu utan um þetta allt saman. Ég var og er í algjöru sjokki.“

„Aldrei á ævi minni fundið fyrir jafn miklu þakklæti, það er nánast yfirþyrmandi.“

Að lokum segir Þóranna frá hjólakaupunum, en hún er afar þakklát öllum sem hjálpuðu til.

„Við fórum því í dag og keyptum nýtt hjól. Fengum fínan afslátt hjá GÁP og getur hún því líka fjárfest sér í almennilegum hjálm (hennar var brotinn) og almennilegum lás. Eins verða gerðir aukalyklar af hjólageymslunni og ég er nokkuð viss um að hún muni aldrei aftur gleyma að setja hjólið sitt inn.“

Hér að neðan má sjá mynd og myndband af því þegar dóttir hennar fær nýja hjólið.

Image may contain: 1 person, smiling, bicycle

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ríkislögmaður heldur nöfnum tveggja vitna í máli Guðjóns Skarphéðinssonar leyndum

Ríkislögmaður heldur nöfnum tveggja vitna í máli Guðjóns Skarphéðinssonar leyndum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stunguárás á Kvíabryggju – Heimildarmaður DV segir árásina hrottalega

Stunguárás á Kvíabryggju – Heimildarmaður DV segir árásina hrottalega
Fréttir
Í gær

Kínverjar færðu Melrakkasetrinu stóra peningagjöf – Enginn vill skipta peningunum

Kínverjar færðu Melrakkasetrinu stóra peningagjöf – Enginn vill skipta peningunum
Fréttir
Í gær

Umferðarslys á Kjalarnesi

Umferðarslys á Kjalarnesi