fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Þegar alvaran verður grín við hringborð rétttrúnaðar

Svarthöfði
Laugardaginn 27. júlí 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svarthöfða finnst sniðugt að setningin „það má ekkert lengur“ heyrist í hvert sinn sem eitthvað er gagnrýnt. Í hvert sinn sem réttlætisriddararnir móðgast fyrir hönd annarra. Steininn tók úr í þessum efnum að mati Svarthöfða í vikunni þegar að einföld skopmynd setti allt á annan endann.

Skopmynd Morgunblaðsins hristi svo upp í fólki að það lá við að þræða ætti teiknarann upp á tein, stinga epli í munninn á honum og grilla hann jafnt og þétt við lágan hita á meðan mölbúarnir bentu og tístu. Slík var geðshræringin. Myndin var víst transfóbísk – holdgervingur forréttindavímunnar sem allir miðaldra, hvítir karlar svífa brosandi um í.

Svarthöfði skiptir ekki oft skapi. Svarthöfði er oftast bara frekar hress og kippir sér lítið upp við rétttrúnaðinn sem ætlar hér allt lifandi að drepa. En þessi múgæsing út af skitinni skopmynd gerði Svarthöfða hvumsa. Grín er eitt öflugasta vopnið í baráttu við ill öfl. Grín hefur verið notað frá örófi alda til að benda á óréttlæti, níða skóinn af valdafólki og afhjúpa fáránleika lífsins. Það má allt í gríni. Eða hvað?

Svarthöfði veit varla hvað transfóbía er, hvað þá að hann gæti lesið slíka fóbíu út úr skítsæmilegri skopteikningu í nú musteri Miðflokksins. Svarthöfði veit bara að samfélagið er vissulega á villigötum þegar að grín er orðið að alvöru og alvaran er orðin grín. Þá fyrst fer Svarthöfði að óttast um framtíð sína og íhuga að hugsanlega sé bara betra að smíða sér fleka til að dóla um höf heimsins frekar en að lifa í samfélagi mannanna. Langt, langt í burtu frá hrópum og heykvíslum við hringborð rétttrúnaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands
Fréttir
Í gær

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær

Þrjár níræðar nunnur lögðu á flótta frá hjúkrunarheimili – Það reyndist auðvelt að finna þær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“

„Við höfum lagt áherslu á að Grindavík sé hluti af framtíðinni en ekki fortíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni

Miðflokkurinn vill leita að olíu og gasi – Beri það árangur sé hægt að útrýma verðtryggingunni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu

Kvörtunum vegna Reykjavíkurflugvallar hefur fjölgað hratt – Umsókn um nýtt starfsleyfi verið meira en ár í vinnslu