fbpx
Laugardagur 20.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Lögregla kölluð út vegna konu sem var undarleg í háttum og ferðamanns sem hafði læst sig inni á almenningssalerni

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 12. júlí 2019 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu bárust nokkrar tilkynningar um þrítuga konu sem hegðaði sér undarlega í Langholtshverfi. Lögregla fann konuna og reyndist hún í annarlegu ástandi. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 11 mál voru bókuð frá því fimm í morgun til klukkan ellefu.

„Nokkar tilkynningar bárust lögreglu um þrítuga konu, undarlega í háttum, í hverfi 104. Að lokum fannst konan í annarlegu ástandi. Hún er grunuð um þjófnað á nokkrum stöðum (heimahúsi og fyrirtæki). Konan var handtekin og vistuð í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Hún hafði meðferðis ýmsa muni sem taldir eru þýfi.“

Lögregla var aftur kölluð út í Langholtshverfi vegna umferðarslyss í Skeiðarvogi. Þar hafði ökumaður misst stjórn á bíl sínum er hann tók krappa beygju og endaði hann með að fara út af veginum og hafnaði í trjágróðri. Eftir slysið var bifreiðin óökufær og flytja þurfti farþega á slysadeild. Áverkar eru þó taldir minniháttar.

Í Miðbænum var kallað eftir aðstoð lögreglu vegna ferðamanns sem hafði læst sig inni á almenningssalerni. Lögreglu tókst að frelsa ferðamanninn og hafði samband við Reykjavíkurborg til að gera þeim grein fyrir að hurð salernisins væri biluð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndir frá ótrúlegum fjöldaárekstri í morgun

Myndir frá ótrúlegum fjöldaárekstri í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Katrín segir Sjálfstæðisflokkinn eins og mafíuna á Ítalíu nema þeir drepa ekki – „Þá hringdi Davíð meðal annars í mig“

Katrín segir Sjálfstæðisflokkinn eins og mafíuna á Ítalíu nema þeir drepa ekki – „Þá hringdi Davíð meðal annars í mig“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri

Mótmælendur sögðu Stöð 2 hafa pantað mótmælin: „Báðu okkur um að trufla aftur svo þau geti tekið það upp“ – Misskilningur segir fréttastjóri
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“

Árni Sigfússon minnist bróður síns: „Reiðarslag því ekkert benti til svo skjótra endaloka“