fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Íslenski tannlæknirinn sem hvarf í Hollandi vann hjá Heimi Hallgrímssyni í fyrra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. júní 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tannlæknirinn Bjarki Ágústsson sem hvarf í Hollandi sumarið 2017 frá rekstri sínum, sjúklingum, starfsfólki og öllum skuldbindingum, starfaði í tíu mánuði ársins 2018 á tannlæknastofu Heimis Hallgrímssonar í Vestmannaeyjum. Heimir Hallgrímsson er þjálfari hjá liðinu  Al Ar­abi í Kat­ar og eins og nær allir vita, fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í knattspyrnu.

DV fékk ábendingu frá lesanda um þetta fyrir nokkru en nokkuð langan tíma tók að ná sambandi við tannlæknastofuna í Eyjum. En í dag varð þar fyrir svörum kona sem starfar á stofunni og staðfesti hún að Bjarki hefði verið starfandi á stofunni í fyrra en sagði að hann starfaði þar ekki lengur. Hún veitti DV einnig þær upplýsingar að Bjarki sé staddur í Vestmannaeyjum núna. Hann býr þar hins vegar ekki. Konan vildi ekki gefa blaðamanni upp símanúmer Bjarka.

Samkvæmt upplýsingum frá hollenskum kollega Bjarka rekur hann tannlæknastofuna Scandinavia Dental í borginni Szecin í Póllandi. Þar hefur hins vegar ekki svarað í síma undanfarið. Bjarki mun vera giftur pólskri konu.

Rannsóknarnefnd á vegum hollenska heilbrigðisráðuneytisins hefur skilað skýrslu um mál Bjarka og er það nú komið fyrir dóm. Úrskurður liggur ekki fyrir en hætta er á því að Bjarki gæti misst starfsleyfið vegna viðskilnaðar síns í Hollandi. Sú starfsleyfissvipting myndi þó eingöngu gilda fyrir Holland og ætti því vart að snerta starfsferil Bjarka.

Sjá einnig:

Nýjar upplýsingar um íslenska tannlækninn

Bjarki gufaði upp

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bjarni segist sitja ólaunaður í bankaráði AIIB: „Það vantar bara að menn segist hafa um það rökstuddan grun“

Bjarni segist sitja ólaunaður í bankaráði AIIB: „Það vantar bara að menn segist hafa um það rökstuddan grun“
Fréttir
Í gær

Alvarlegt bílslys á Suðurlandi

Alvarlegt bílslys á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég get ekki ímyndað mér þann ótta að geta hugsanlega rambað á morðingja barns míns á förnum vegi“

„Ég get ekki ímyndað mér þann ótta að geta hugsanlega rambað á morðingja barns míns á förnum vegi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vafasöm vegferð Eflingar í nafni réttlætis – Krafa sem ekki virðist vera fyrir hendi

Vafasöm vegferð Eflingar í nafni réttlætis – Krafa sem ekki virðist vera fyrir hendi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sveppi gagnrýndur fyrir grín um sprautufíkla – „Djöfull er hægt að gera sig ómerkilegan“

Sveppi gagnrýndur fyrir grín um sprautufíkla – „Djöfull er hægt að gera sig ómerkilegan“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

E. coli faraldurinn heldur áfram – Sautjánda barnið greint

E. coli faraldurinn heldur áfram – Sautjánda barnið greint