fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Kona má ekki heita kona – Má þó heita Náttúra og Kráka : „Bara kvenfyrirlitning, hrein og klár“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 16. júní 2019 11:00

Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Eddudóttir, hefur alltaf heitið bara Elín. Þó henni hafi um tíma þótt „bara“ vera freistandi þá freistaði meira að fara þess að leit að fá að heita kona. Hún hafði heyrt af annari konu sem árið 2014 var neitað um að að heita kona. Elín ákvað þá að láta sjálf á það reyna. Hún fékk þó synjun frá Mannanafnanefnd, en unnir ekki niðurstöðunni.
Elín var í viðtali í fréttatíma RÚV í maí þar sem hún sagði:

„Ég hugsaði með mér að þetta væri kúl nafn og að mig langaði að heita þetta. Svo sótti ég um en fékk ekki. Ég ætla ekki að una þessu og er búin að senda mannanafnanefnd svar.“

Neitun Mannanafnanefndar kom henni á óvart og óskaði hún í kjölfarið eftir rökstuðning.

Samkvæmt rökstuðningi nefndarinnar uppfyllir nafnið kona skilyrði um eignarfallsendingu og er ritað í samræmi við almennar ritreglur. Hins vegar sé orðið samnafn sem er notað um kvenmann á ákveðnum aldri. Ekki var tekin afstaða til þess hvort nafnið væri til þess fallið að verða nafnbera til ama. Þó svo að Kona virðist ekki vera mjög frábrugðið þekktum karlmannsnöfnum, svo sem Karl, Sveinn eða Drengur, þá hafi þó ekki skapast hefði fyrir nafninu í íslensku samfélagi.  Elín telur rökstuðning Mannanafnanefndar fela í sér kvenfyrirlitningu.

Elín ræddi rökstuðning mannanafnanefndar í fréttatímanum á RÚV í gær:

„Bara kvenfyrirlitning, hrein og klár. Ég ætla að klára þetta mál. Ég ætla að heita kona og ég ætla að fá þetta samþykkt. Ég þarf að finna einhverjar aðferðir til þess.“

Elín hefur tilkynnt Umboðsmanni Alþingis að hún uni ekki úrskurðinum. Hún segir að málstaður hennar hafi fengið mikinn stuðning frá samfélaginu en hún hafi meðal annars heyrt í einstaklingum sem hafa lýst áhuga á að hjálpa henni með málskostnað ef til þess kæmi.

„Mér finnst þetta stórt jafnréttismál að fá að heita kona alveg eins og að heita Karl. Hefðin á ekki að skipta máli. Við getum búið til nýjar hefðir. Hefðir eru bara hefðir, sumar hefðir eru vondar og við hendum þeim, sumar hefðir eru góðar og við tökum þær upp. Það er bara svoleiðis. Hefð getur verið eitthvað sem við byrjuðum á í dag og verður hefð á morgun.“

Eins og áður segir var beiðni Elínar hafnað á grunni þess að eiginnafnið Kona hefði ekki unnið sér hefð í íslensku máli líkt og nöfnin Karl, Sveinn og Drengur hafa gert.

Undanfarið hefur Mannanafnanefnd til dæmis samþykkt eftirfarandi eiginnöfn kvenna:

  • Hrafnhetta
  • Erlinda
  • Lucia
  • Kíra
  • Náttúra
  • Lynd
  • Systa
  • Ljósunn
  • Kráka
  • Zoe
  • Vetrarsól
  • Albjört
  • Natalí
  • Baldína
  • Emanúela
  • Einara
  • Reyla
  • Lella
  • Sál
  • Júlí
  • Abel

Hins vegar hefur nefndin hafnað eftirfarandi:

  • Kona
  • Cleópatra
  • Jette
  • Thurid
  • Ariel
  • Ladý
  • Myrká
  • Yrena
  • Alexsandra
  • Mariko
  • Ingadóra
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“