fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Ógnaði börnum með exi – Fékk vægan dóm

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 14. júní 2019 16:00

Héraðsdómur Reykjavíkur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir margvísleg brot, meðal þeirra að hafa í félagi við annan mann, sumarið 2017, ógnað þremur 13 ára drengjum með exi. Með „því beitti ákærði þeim ógnunum og sýndi þeim yfirgang og ruddalegt athæfi, “ segir í ákæru.

Þá var maðurinn ákærður fyrir að hafa skömmu áður verið með í vörslu sinni hníf við tjónaskoðun VÍS að Smiðshöfða 3, en lagt var hald á vopnið.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir innbrot í þrjú sumarhús þaðan sem miklum verðmætum var stolið. Einnig fyrir að hafa haft í vörslu sinni plötuspilara sem stolið var úr félagsheimilinu Skagaseli í Skagafirði og haglabyssu sem stolið var úr sumarhúsi í Skagafirði.

Ennfremur var maðurinn ákærður fyrir umferðarlagabrot.

Maðurinn játaði brot sín, sem flest eru orðin tæplega tveggja ára gömul, skýlaust fyrir dómnum og var hann sakfelldur. Fékk hann vægan dóm: Hann var sviptur ökuréttindum í 16 mánuði og dæmdur í 60 daga skilorðsbundið fangelsi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“