fbpx
Mánudagur 01.júní 2020
Fréttir

Ber ekki saman um hvort Gunnar Jóhann hafi haft aðgang að skotvopni í aðdraganda manndrápsins

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 15. maí 2019 11:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Torstein Pettersen, deildarstjóra innan lögreglunnar í Finnmörk, hefur lögreglan þar ekkert í höndunum til að styðja þann grun að Gunnar Jóhann Gunnarsson hafi haft aðgang að skotvopni dagana áður en að bróðir hans, Gísli Þór Þórarinsson, lét lífið. Líkt og flestir vita situr Gunnar Jóhann nú í gæsluvarðhaldi í Finnmörku vegna gruns um að hann hafi banað bróður sínum, Gísla Þór. Þetta kemur fram í frétt mbl.

„Við höfum ekkert í höndunum sem styður það að grunaði hafi haft aðgang að vopni áður en manndrápið átti sér stað,“ hefur mbl eftir Pettersen. „Það hefur þegar verið leit tí ljós við rannsókn málsins að grunaði kom höndum yfir skotvopnið sama morgun og ódæðið var framið.“

Í gær greindi mbl frá því að aðstandendur Gísla Þórs  hefðu bent lögreglu á að Gunnar Jóhann hefði mögulega aðgang að skotvopni, áður en að harmleikurinn í Mehamn átti sér stað.  Var þar  haft eftir Marius Nilsen, sem er tengdur aðstandendum Gísla Þórs, að lögregla hafi bæði fengið upplýsingar frá kærustu Gísla Þórs og honum sjálfum um að Gunnar hefði aðgang að skotvopni.

„Lög­regl­an held­ur því fram að henni hafi ekki verið kunn­ugt um að drápsmaður­inn í Mehamn hafi haft aðgang að skot­vopni, en þetta hlýt­ur að vera á mis­skiln­ingi byggt. Lög­regla fékk upp­lýs­ing­ar hvort tveggja frá kær­ustu fórn­ar­lambs­ins og því sjálfu. Að hún hafi ekki gripið inn í fyrr er hreint hneyksli.“

Í kjölfar fréttaflutnings mbl og norska miðlinsins iFinnmark, sem vann fréttina í samstarfi við mbl, sendi saksóknari í Finnmörk frá sér yfirlýsingu þar sem því er hafnað að lögregla hefði haft nokkra vitneskju um aðgang Gunnars að skotvopni.

„Í tengslum við kæruna vega hótana og úrskurð lögreglu 17.04.2019 var spurt hvort grunaði hefði aðgang að vopni. Hvort tveggja þeirra sem misgert var við sagðist ekki telja að svo væri og vísuðu til þess að þau hefðu hvorki séð vopn né öryggisskáp fyrir vopnageymslu á heimili grunaða. Hins vegar var orð haft á því að vopn hefði horfið frá þriðja aðila árið áður og hugsanlegt væri að grunaði hefði verið þar að verki, en þetta höfðum við enga vitneskju um. Enginn rökstuddur grunur  lá fyrir um ólöglegar vörslur vopns og því var ekki tekin ákvörðun um að framkvæma húsleit heima hjá grunaða.“

Saksóknari vísar þar til úrskurðar um nálgunarbann sem Gunnari Jóhanni hafði verið gert að sæta gagnvart bróður sínum og vísar jafnframt til þess að  hvorki Gísli né kærasta hans hafi talið að hann hefði aðgang að vopni. Því hafi ekki verið neinn grundvöllur til að fara fram á húsleit hjá Gunnari þar sem norsk lög eru skýr um að verulega rökstuddur grunur sé fyrir hendi til að slík leit sé heimiluð.

Saksóknari hafnaði því jafnframt að aðili hefði tilkynnt um að skotvopni hefði verið stolið frá sér, áður en harmleikurinn átti sér stað. Auk þess hafi hann tilkynnt um það, þá var það ekki sama brot og Gunnar Jóhann er talinn  hafa beint gegn bróður sínum.

„Það var heldur ekki það vopn sem lögregla lagði hald á á vettvangi. Vopnið sem lögregla telur hafa verið notað við verknaðinn útvegaði grunaði sér sama dag og ódæðið var framið.“

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúta brann í Blágskógabyggð í dag

Rúta brann í Blágskógabyggð í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Icelandair: Starfsfólk taki á sig 10% launaskerðingu

Icelandair: Starfsfólk taki á sig 10% launaskerðingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

2,5 milljón króna verðlaun í stærsta hakkaþoni Íslandssögunnar

2,5 milljón króna verðlaun í stærsta hakkaþoni Íslandssögunnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Wei Li var með ófalsaða mynt

Wei Li var með ófalsaða mynt
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Allt á suðupunkti í netheimum eftir Kastljóssviðtalið við Kára

Allt á suðupunkti í netheimum eftir Kastljóssviðtalið við Kára
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kári reiður út í Svandísi: „Afskaplega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“

Kári reiður út í Svandísi: „Afskaplega hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“