fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

17 ára gerði allt rangt – fíkniefnaræktun í hverfi 108 – óþekkta konan

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 13. apríl 2019 07:55

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um hálffjögurleytið í nótt stöðvaði lögreglan bíl í hverfi 110 í Reykjavík. Ökumaðurinn var 17 ára og reyndist vera án ökuréttinda. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og ítrekaðan akstur án réttinda. Haft var samband við móðir drengsins og málið tilkynnt til Barnaverndar.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar, sem og þetta:

Á ellefta tímanum í gærkvöld kom upp mál varðandi fíkniefnaræktun í hverfi 108 í Reykjavík. Par er grunað um framleiðslu fíkniefna og þjófnað. Þau voru vistuð fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu.

Klukkan hálffögur í nótt óskaði leigubílstjóri eftir aðstoð lögreglu í hverfi 108 vegna ofurölvi konu sem var farþegi í bílnum. Ekki tókst að fá upplýsingar frá konunni um hver hún væri eða hvar hún ætti heima. Konan var því vistuð í fangageymslu lögreglu þar til ástand hennar batnar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt

Dagný send í leyfi frá störfum sem skólastjóri – Ráðin fyrir aðeins ári á umdeildan hátt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“