Þriðjudagur 21.janúar 2020
Fréttir

Sigurður segir að Dagur og félagar hafi eyðilagt jólin: „Börnin voru með tárin í augunum, eitthvað hafði verið eyðilagt“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. desember 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður G. Steinþórsson gullsmíðameistari segir frá sorglegu atviki sem ku hafa gerst á laugardag á Laugaveginum innan Facebook-hópsins Opnum Laugaveginn og Skólavörðustíginn. Markmið hópsins, líkt og nafnið gefur til kynna, er að berjast gegn lokun umferðar á umræddum götum.

Sigurður vandar meirihluta borgarstjórnar ekki kveðjurnar og segir hann hafa eyðilagt jólin fyrir ungri fjölskyldu. Hann segir að þau hafi misst af jólalest Kókakóla vegna lokunar Laugavegsins. „Varð vitni að því í eftirmiðdag í gær laugardaginn 7. desember að ungt par með tvö börn stóð fyrir framan verslunina okkar um kl.17:30 og virtist vera að bíða eftir einhverju, norpandi í kuldanum. Tuttugu mínútum síðar fór ég út og bauð þeim inn í hlýja verslunina og spurði eftir hverju þau væru að bíða og hvort ég gæti eitthvað liðsinnt,“ segir Sigurður en verslun hans, Gull og Silfur, er rétt hjá Kjörgarði á Laugaveginum.

Svo kom í ljós að þau voru að bíða eftir jólalestinni. „Þau sögðust vera að bíða eftir Kókakóla jólalestinni sem hefði átt að vera a Laugaveginum kl.17:30 samkvæmt akstursplani sem að þau sýndu okkur. Ég sagði þeim að engin Kókakóla-jólalest færi lengur um gamla góða Laugaveginn eins og áður, því núverandi meirihluti borgarstjórnar væri búin að loka götunni fyrir slíku, til að skapa „manneskjulega“ lifandi stemmingu í miðborginni,“ skrifar Sigurður.

Sigurður fullyrðir að börnin hafi verið miður sín. „Foreldrar barnanna sögðust hafa farið með sínum foreldrum niður á Laugaveg á sínum tíma og horft á ljósin og hlustað á háværa jólatónlist frá jóla-Kókakólalestinni. Þetta hefði í gegnum árin verið eitt af upphafsatriðum jólaundirbúningsins þeirra. Börnin voru með tárin í augunum, eitthvað hafði verið eyðilagt. Þökk sé þeim sem ráða og vita betur,“ segir Sigurður.

Þess má geta að Jólalestin fór um Hlemm á umræddum tíma, ríflega hálfum kílómetra ofar Laugaveginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Tveir menn rændu dreng í Langholtshverfi

Tveir menn rændu dreng í Langholtshverfi
Í gær
Þögnin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílslys á Sandgerðisvegi

Bílslys á Sandgerðisvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhannes snúinn aftur og opnar nýja stofu – Sakaður um á þriðja tug kynferðisbrota – „Þetta er grátlegt,skammarlegt og með öllu ómanneskjulegt“

Jóhannes snúinn aftur og opnar nýja stofu – Sakaður um á þriðja tug kynferðisbrota – „Þetta er grátlegt,skammarlegt og með öllu ómanneskjulegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öllu rústað í stjórnklefa skipsins

Öllu rústað í stjórnklefa skipsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvö börn alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi

Tvö börn alvarlega slösuð eftir slysið á Skeiðarársandi