Laugardagur 28.mars 2020
Fréttir

Play hefur ekki greitt út laun fyrir nóvember

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 4. desember 2019 10:07

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið nýstofnaða flugfélag Play hefur ekki greitt starfsfólki sínu út laun fyrir nóvember. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV höfðu laun ekki borist í gærkvöld. Play hefur verið með starfsemi síðustu mánuði þó að flugrekstur sé ekki hafinn og hefur verið að greiða laun. Staða á launatengdum gjöldum er hins vegar óviss. Eftir fjölmiðlafund félagsins 5. nóvember auglýsti Play eftir fjölda starfsfólks í hin ýmsu störf á nýrri heimasíðu sinni.

Á kynningarfundinum var það gefið út að grunnfjármögnun félagsins væri tryggð en það leitaði frekari fjármögnunar. Hefur Play leitað eftir 1,7 milljarða króna hlutafé en erfiðlega hefur gengið að afla þess. Nú síðast bárust fréttir um að eigendur bjóðist til að minnka hlut sinn niður í 30% gegn fjármagni.

Áætlanir voru um að opna fyrir sölu flugferða í nóvember en af því varð ekki.

DV hafði samband við Jónínu Guðmundsdóttur, mannauðsstjóra fyrirtækisins, en hún vildi ekki svara spurningum um launamál og vísaði á upplýsingafulltrúann, Maríu Margréti Jóhannsdóttur. Ekki hefur náðst í Maríu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir bæði símleiðis og með tölvupósti.

Athygli vekur að nú í haust hafa tveir aðilar gefið sig út fyrir að verða arftakar WOW, annars vegar endurreist WOW í eigu Michelle Ballarin og USAerospace Associates LLC , og hins vegar Play. Hjá báðum fyrirtækjum hafa áform um flug ekki enn gengið eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ríkey varð kjaftstopp í Krambúðinni þegar þetta gerðist – „Við viljum alls ekki stofna neinum í hættu“

Ríkey varð kjaftstopp í Krambúðinni þegar þetta gerðist – „Við viljum alls ekki stofna neinum í hættu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Erfið staða á fiskmörkuðum og veiðar dragast saman

Erfið staða á fiskmörkuðum og veiðar dragast saman