fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. desember 2019 11:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haraldur Johannessen hefur óskað eftir því við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að fá að láta af embætti ríkislögreglustjóra um áramót. RÚV greinir frá þessu og segir að Haraldur hafi sent samstarfsfélögum sínum bréf um þetta í morgun.

Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan eitt þar sem Áslaug Arna mun fara yfir mál lögreglunnar. Ekki liggur fyrir hvert erindi fundarins er en ekki þykir ólíklegt að málefni ríkislögreglustjóra verði meðal annars rædd þar.

Í frétt RÚV kemur fram að Haraldur hafi óskað eftir því að taka að sér ráðgjöf við ráðherra á sviði löggæslumála eftir að hann lætur af embætti. Þá er vísað í Harald sem segir að hann stígi sáttur frá borði, nú þegar breytingar eru boðaðar á yfirstjórn lögreglumála á landinu sé rétti tíminn til að hleypa nýju fólki að.

Gustað hefur um Harald á undanförnum mánuðum og í haust var hann til að mynda gagnrýndur harðlega af Landssambandi lögreglumanna og Lögreglufélagi Reykjavíkur. Var hann sakaður um ógnar- og óttastjórnun. Þegar rætt var við Harald í haust virtist ekkert fararsnið vera á honum. Þá sagði hann við fjölmiðla að hann ætlaði sér að sitja áfram næstu þrjú árin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“