fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Gunnlaugur hefur reynt að taka eigið líf – „Þurfti bara að stoppa bílinn og girða niðrum mig á umferðareyju“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. desember 2019 10:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnlaugur Gunnarsson hefur í tvígang reynt sjálfsvíg á síðustu 11 mánuðum þar sem hann missir saur í tíma og ótíma. Vísir greinir frá þessu. Hann lenti árið 2018 á Bráðamóttökunni vegna stíflu í þvagrás. Hann fékk töflur við þessu en það átti eftir að vera afdrifaríkt.

„Þessar töflur áttu að virka á þvagrásakerfið en það gleymdist að spyrja mig hvort ég væri með einhvern undirliggjandi sjúkdóm, sem ég var með og búinn að fá kransæðastíflu áður. Með þessu víkkuðu allar æðar á mér mjög mikið út. Þá verður rosalega mikið flæði upp í hjartað og það dælir alveg á fullu og hefur ekki undan. Þegar ég er búinn að taka tvær töflur líður mér eitthvað skringilega um morguninn og tek ekki þessa þriðju. Síðan þegar ég kem á spítalann grípur hjúkrunarkona um brjóstið á mér og segir strax, það er eitthvað meira en lítið að hér,“ segir Gunnlaugur.

Hann segir þetta hafa verið skelfilegt. „Síðan þegar þessu öllu er lokið er ég útskrifaður en síðan tveimur mánuðum seinna byrja ég að vera með hægðir af verstu gerð, allt upp í þrisvar á dag. Fyrst á morgnanna í föstu formi og hitt allt í fljótandi og enginn boð á undan sér. Ég er kannski bara staddur hvar sem er, undir stýri og maður þurfti bara að stoppa bílinn og girða niðrum sig á umferðareyju fyrir framan alla. Núna í dag er ég bara í bleyjubuxum.“

Hann segir að sér líði skelfilega illa vegna þessa. „Þetta lætur manni líða mjög illa. Það er litið á mann hornauga þegar maður lendir í svona vandræðum. Ég er búinn að prófa að reyna svipta mig lífi, því maður er ekkert góður svona.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu