fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Guðmundur Karl dæmdur í héraðsdómi: Heimilislæknir og einn helsti talsmaður rafretta

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. desember 2019 12:53

Guðmundur Karl Snæbjörnsson, sérfræðingur í heimilislækningum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmund­ur Karl Snæ­björns­son, heimilislæknir og einn helsti talsmaður rafretta á Íslandi, hefur verið dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiri háttar brot gegn skatta og bókhaldslögum.

Samkvæmt dómi þá sleppti hann því að telja fram tekjur sem voru skattskyldar. Samtals greiddi hann ekki 12,3 milljónir króna í tekjuskatt á tímabilinu 2010 til 2014. Auk fyrrnefnds fangelsisdóms þá var honum gert að greiða þrefalda upphæð í sekt eða um 37 milljónir króna. Hann játaði sök.

Sjá einnig: Guðmundur segir að ungmenni sem nota rafrettur hafi flest reykt eða notað munntóbak

Guðmundur hefur ítrekað undanfarin ár talað fyrir því að rafrettur væru skárri kostur en reykingar. Hann sagði til dæmis árið 2017 að það væri brot á læknaeiðinum að neita krökkum um veip sem reykja sígarettur fyrir.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu

Rekinn úr starfi vegna ummæla um Charlie Kirk í beinni útsendingu