fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Íslenskir karlmenn opna sig um nauðganir – „Hún gerði það sama við besta vin minn“

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 16. desember 2019 10:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Instagram síðan Fávitar hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir alla þá fræðslu og vitundarvakningu sem síðan hefur verið með en síðan er átak gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi.

Nýlega tóku margir karlmenn sig til og opnuðu sig um kynferðislegt ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir á lífsleiðinni. Oft hefur verið talað um mikilvægi þess að segja frá ekki síður vegna þeirra áhrifa sem það getur haft á önnur fórnarlömb ofbeldis en það að segja frá getur oft hvatt annað fólk til þess að opna sig um ofbeldi sem það varð, eða verður fyrir.

„Fallegar sögur breyttust í sorgarsögur og lífsglatt barn breyttist í taugahrúgu“

Einn karlmaðurinn opnar sig um ofbeldi sem hann varð fyrir sem barn og talar um allt sem hefði getað breyst ef hann hefði sagt frá þessu sem barn. Hann sá að það væru nokkrir karlmenn að senda síðunni sögur sínar af ofbeldi og hugsaði með sér að kannski gæti hans saga hjálpað öðrum.

„Þegar ég var um 7 ára braut frændi minn alvarlega á mér í bústað. Litríkar myndir breyttust í dimmar, fallegar sögur breyttust í sorgarsögur og lífsglatt barn breyttist í taugahrúgu. Eftir um tvo áratugi af þunglyndi, verulegri drykkju og þremur sjálfsmorðstilraunum náði ég loksins að opna á þetta atvik og leitaði mér hjálpar. Á þessum áratugum „leittaði ég aftur í traumað“ ítrekað og í nokkur skipti lenti ég í kynferðisofbeldi af hálfu jafnt karla sem kvenna. Ef ég hefði sagt einhverjum frá sem barn og einhver hefði þekkt merkin og gripið inn í þegar ég var barn hefði mátt koma í veg fyrir allar þessar afleiðingar að mestu, ef ekki öllu leyti.“

Þá opnar annar sig um það þegar hann var með fyrstu kærustunni sinni en hún var heltekin af því að fá að stinga putta í rassgatið á honum þegar hún fór niður á hann. „Þrátt fyrir síendurteknar beiðnir um að hún myndi hætta og yfirlýsingar uma ð ég væri ekki tilbúinn til þess að prufa þetta, þá þverneitaði hún að hætta að reyna og sagði að allir strákar fíluðu þetta. Ég er ágætlega stór og stæðilegur maður, en hef aldrei orðið jafn lítill í mér og þegar að henni loksins tókst þetta. Needless to say, þá entist sambandið ekki lengi. Þetta skildi líka eftir sig eitthvað ör í undirmeðvitundinni, því í síðari tíð hefur mig langað að vera opinn fyrir þessu og hef látið á þetta reyna, en í hvert skipti sem eitthvað kemur nálægt hnappagatttinu kickar inn eitthvað sjálfsvarnar-reflex og það slokknar alveg á mér.“

Við þessa færslu á Instagram síðunni er skrifað að það sé ótrúlegt að það þurfi að síendurtaka þetta. „VIÐ FÍLUM MISMUNANDI HLUTI. Þó síðasta manneskja sem þú stundaðir kynlíf með hafi fílað ákveðna hluti er bara ekkert sjálfgefið að þeirri næstu finnist það gott líka. Ekki bara gera ráð fyrir því að þið vitið allt um vilja manneskjunnar sem þið eruð með. Þið hafið ekki hundsvit á því. Spyrjið, fáið leyfi, eða ekki, virðið svarið og back the fuck off.“

„Hún gerði það sama við besta vin minn“

Fleiri íslenskir karlmenn opna sig um það kynferðislega ofbeldi sem þeir urðu fyrir og eru sögurnar átakanlegar, sem og sorglegar. Sögurnar má lesa hér fyrir neðan.

„Þegar ég var í útskriftarferð í framhaldsskóla sat ég rólegur niðri í hótel lobbyinu, klukkan var um miðnætti og fólk aðeins búið að fá sér, upp úr þurru labbar stelpa úr hópnum sem mér fannst rosalega sæt upp að mér og setur henddurnar yfir axlirnar á mér og fer beint inn á mig, ég alveg frís og segi ekkert, hún kallar mig svo fokking homma og labbar í burtu.“

„Á afmælinu mínu varð ég ónýtur á áfengis- og kannabisneyslu. Vinir mínir treystu stelpu sem var með mér í bekk til að skutla mér heim, þar sem hún var edrú. Í staðinn fer hún með mig heim til sín, hellir í mig öllu áfenginu sínu og ríður mér í complete blackouti. Hún gerði það sama við besta vin minn.“

„Þegar ég var í menntaskóla gekk saga um strák sem dó áfengisdauða og stelpa sem var rosalega skotin í honum nauðgaði honum. Hann var miður sín, fannst brotið á sér og átti erfitt með að treysta stelpum í kjölfarið en alllir sem ég heyrði tala um þetta fannst þetta bara fyndið, þar á meðal ég sjálfur. Mig langar bara að segja að við þekkjumst ekki mikið í dag en fyrirgefðu að ég og samfélagið brugðumst þér og ég trúi þér.“

„Í fyrra var ég að tala á AA fundi og eftir fundinn læðist einhver ókkunug kona á milli fertugs og fimmtugs aftan að mér og segir „ég þekki þig ekki neitt, ég bara varð að klípa í rassinn á þér, sástu ekki hvað ég horfði mikið á þig þegar þú varst að tala?“ og ég bara vissi ekki hvernig ég átti að láta og reyndi bara að þykjast finnast þetta fyndið… en shit hvað mér fannst þetta alls ekki fokking fyndið!“

„Staðreynd sem við þurfum að horfast í augu við“

Stígamót birti grein eftir Önnu Bentinu Hermansen um kynferðisofbeldi gegn körlum. „Afar mikilvægt er að samfélagið endurskoði þær hugmyndir sem það hefur um kynferðisbrotamál,“ segir í grein Önnu. „Þau eru hlaðin mjög skaðlegum mýtum sem standast sjaldan raunverulega skoðun. Líklegt er að karlar leiti sér síður hjálpar við kynferðislegu ofbeldi en konur, það er enn ólíklegra að þeir geri það ef þessum mýtum er haldið á lofti. KARLMÖNNUM ER NAUÐGAÐ. Það er staðreynd sem við þurfum að horfast í augu við.“

Karlmenn sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi geta leitað til Stígamóta. Hægt er að panta tíma með því að hringja í síma 562-6868. Einnig er hægt að panta tíma með því að senda póst á stigamot@stigamot.is eða að hafa beint samband við ráðgjafa með tölvupósti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð

Þekkt leyniskytta telur að skotárásin á Charlie Kirk hafi verið vel skipulögð