fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Milljarðatjón vegna óveðursins

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. desember 2019 07:50

Frá Akureyri. Mynd: Einar Logi Vilhjálmsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki er ólíklegt að kostnaður vegna óveðursins á þriðjudaginn og miðvikudaginn nemi tveimur til þremur milljörðum. Er þá tekið inn í dæmið vinnutap, kostnaður við björgunarstörf og beint tjón af völdum foks.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Jóni Bjarka Bentssyni, aðalhagfræðingi Íslandsbanka, að með talsverðri einföldum sé hægt að segja að um 1,4 milljarðar hafi tapast vegna vinnutaps.180.000 manns séu starfandi á hverjum tíma og að meðallaunakostnaður sé um 4.000 krónur á tímann og að tvær klukkustundir hafi að meðaltali tapast hjá hverjum starfsmanni.

Ofan á þetta bætist svo kostnaður vegna viðbúnaðaraðgerða og björgunarstarfa sem og vegna beins tjóns, til dæmis vegna foks.

„Það eru upphæðir sem er erfitt að festa fingur á, en eru fljótar að fara upp í einhver hundruð milljóna samanlagt. Ég tel að það sé ekki óvarlegt að segja að það tap sem myndast á þessum tíma sé að minnsta kosti í kringum tveir milljarðar. En á móti kemur að eitthvað er unnið upp til baka á öðrum tímum. Við höfum enn ekki heyrt fregnir af stórfelldu eignatjóni, svo sem að bátar hafi sokkið í höfn eða tjón orðið á stærri samgöngumannvirkjum, sem er fljótt að hleypa upp kostnaðinum.“

Er haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“