fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Þetta gerðist þegar Helgi Hrafn fór að horfa á umdeildan fyrirlesara

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. desember 2019 12:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Hrafn Gunnarson, þingmaður Pírata, lýsir því á Twitter hvernig smá áhorf á umdeildan fyrirlesara á Youtube sé búið að skemma allar ábendingar sem hann fær frá vefsíðunni. Eflaust kannast margir við það. Helgi segist hafa horft á nokkur myndbönd með kanadíska sálfræðingnum Jordan Peterson, en sá er í miklu uppáhaldi hjá hægrimönnum. Nú virðist forritið halda að hann vilji ekki horfa á neitt annað.

„Kommon, YouTube, svo ég horfði á nokkur myndbönd með Jordan Peterson, en langar einhvern tíma að gera aðra hluti líka. Getum við ekki bara gleymt þessu?,“ spyr Helgi Hrafn. Peterson kom til landsins í fyrra en hann þykir líkt og fyrr segir talsvert umdeildur. Peterson hefur verið sagður einna helst höfða til karlmanna í sálarkreppu sem eiga erfitt með að aðlagast jafnrétti kynjanna.

Sjá einnig: Úlfúð vegna sálfræðings: „Ólosuð standpína getur valdið hörmungum, ofbeldi, caos og dauða“

Færsla Helga hefur vakið nokkur viðbrögð og er hann spurður út í málið. Gísli Freyr Valdórsson, sem er helst þekktur fyrir að hafa verið dæmdur í lekamálinu, spyr hvað Helga finnst um Jordan Peterson. „Ég bara þekki hann ekki neitt. Eflaust ágætis náungi en ég veit satt best að segja ekkert um það. Ef þú átt við eitthvað af því sem hann talar um, þá þyrfti ég aðeins nákvæmari spurningu, því hann hefur talað um ansi margt,“ svarar Helgi.

Hallvarður nokkur reynir að gefa Helga húsráð við þessu. „Ég fer stundum í incognito mode til að horfa á myndbönd sem ég vil ekki að hafi áhrif á það sem youtube mælir með f. mig. Myndi samt aldrei láta mér detta í hug að horfa á myndband með P*terson en þússt, á misjöfnu þrífast börnin best,“ skrifar hann og því svarar Helgi:

„Ég nota mismunandi reikninga og þetta var á tónlistar-reikningnum mínum (sem skilur reyndar ekki ennþá heldur hvernig tónlist ég fíla). Það er samt allt í lagi að hlusta á Peterson af og til. En maður vill bara kannski hlusta á eitthvað annað líka.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“