Þriðjudagur 28.janúar 2020
Fréttir

Á höfuðborgarsvæðinu virðist veðrið hafa gert mestan óskunda á Seltjarnarnesi og í Vesturbænum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 10. desember 2019 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á höfuðborgarsvæðinu hafa flestar hjálparbeiðnir vegna óveðursins líklega borist frá Seltjarnarnesi og Vesturbænum. Er það í samræmi við spár veðurfræðinga um hvar veðrið yrði verst á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þar segir að skólahald á svæðinu ætti að ganga eðlilega fyrir sig á morgun.

Annars virðist í heildina fremur lítið tjón hafa hlotist af óveðrinu og þakkar lögreglan það ekki síst því að íbúar virðast hafa hugað vel að lausamunum.

Tilkynningin er svohljóðandi:

Veðrið hefur náð hámarki á höfuðborgarsvæðinu og mun það ganga niður hægt og rólega það sem eftir lifir kvölds og í nótt, en í fyrramálið ættu allir í umdæminu að geta farið aftur í skóla og til vinnu eins og ekkert hafi í skorist þótt áfram verði norðanátt og hiti um frostmark.

Það hefur annars verið í mörg horn að líta hjá lögreglunni og öðrum viðbragðsaðilum í allan dag, en útköllin það sem af er eru í kringum fimmtíu. Kallað hefur verið eftir aðstoð víða á höfuðborgarsvæðinu, en flestar hjálparbeiðnir þó líklega borist úr vesturhluta borgarinnar og frá Seltjarnarnesi. Miðað við veðrið hefði mátti búast við fleiri hjálparbeiðnum, en fólk brást vel við öllum tilmælum viðbragðsaðila og því varð álagið minna en ella og fyrir það viljum við þakka. Þegar leið á daginn var sáralítil umferð og mjög fáir á ferli. Greinilegt er að hugað var vel að lausamunum, ekki síst á byggingarsvæðum.

Við verðum að sjálfsögðu áfram á vaktinni, en vonum að þið hafið átt ánægjulegan dag þrátt fyrir veðrið. Við sendum líka góðar kveðjur til viðbragðsaðila og íbúa út um allt land og vonum að veðrið í öðrum landshlutum fari líka að skána.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Misvísandi skilaboð frá Dorrit: Stendur við bakið á svörnum óvinum

Misvísandi skilaboð frá Dorrit: Stendur við bakið á svörnum óvinum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta kom fram á íbúafundinum í Grindavík: Tilbúinn í eldgos og neyðarrýmingu

Þetta kom fram á íbúafundinum í Grindavík: Tilbúinn í eldgos og neyðarrýmingu
Fréttir
Í gær

Jarðhræringar á Reykjanesi: Gos gæti staðið yfir í nokkrar vikur – Viðbúið að flytja þyrfti 5.000 á brott

Jarðhræringar á Reykjanesi: Gos gæti staðið yfir í nokkrar vikur – Viðbúið að flytja þyrfti 5.000 á brott
Fréttir
Í gær

Þrír ungur menn grunaðir um ránstilraun í Kópavogi

Þrír ungur menn grunaðir um ránstilraun í Kópavogi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nær allir í Eflingu samþykkja verkfall – Þessa daga mun það hafa áhrif á þig – „Yfirgnæfandi vilja til aðgerða“

Nær allir í Eflingu samþykkja verkfall – Þessa daga mun það hafa áhrif á þig – „Yfirgnæfandi vilja til aðgerða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andrés segir Sjálfstæðismenn hafa haldið krísufundi – Stefán Einar segir flokksmenn sofandi

Andrés segir Sjálfstæðismenn hafa haldið krísufundi – Stefán Einar segir flokksmenn sofandi