fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Egill Þór: Af hverju þetta áhugaleysi? 80 ótímabær dauðsföll á Íslandi vegna svifryks

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 5. desember 2019 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Talið er að 80 ótímabær dauðsföll eigi rót sína að rekja til svifryksmengunar á Íslandi. Á þessu ári hefur svifryk farið 14 sinnum yfir heilsuverndarmörk.“

Þetta segir Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Þar gagnrýnir hann meirihlutann í borginni fyrir áhugaleysi í loftgæðamálum Reykjavíkur.

Hann bendir á að borgarstjórn hafi í september í fyrra samþykkt tillögu eða yfirlýsingu um að svifryk færi aldrei yfir heilsuverndarmörk. Í kjölfarið hafi Sjálfstæðisflokkur lagt fram tillögu að aðgerðaáætlun til að bæta loftgæði borgarinnar svo svifryk færi ekki yfir heilsuverndarmörk.

„Meðal aðgerða sem lagðar voru til í tillögunni var endurskoðun á efnisvali borgarinnar varðandi gæði efna í malbiki, þrif yrðu aukin á umferðaræðum (sópun, þvottur og rykbinding), að frítt verði í strætó á „gráum dögum“, takmörkun þungaflutninga með efni sem valdið geta svifryksmengun á „gráum dögum“, dregið úr notkun nagladekkja í borgarlandinu og að íbúar í fjölbýlishúsum geti hlaðið rafbíla með auðveldum hætti, að nýting affallsvatns verði notuð í auknum mæli til að hita upp göngu- og hjólastíga borgarinnar og að endingu að unnið verði gegn dreifingu byggðar.

Egill segir að síðan tillagan var lögð fram hafi liðið rúmir átta mánuðir og svifryk mælist ítrekað yfir heilsuverndarmörkum eins og hann bendir á hér að framan. Honum hugnaðist ekki hugmyndir þess efnis að takmarkanir eða þvinganir verði lagðar á umferð þegar loftæði eru slæm. Sjálfstæðisflokkur muni aldrei styðja slíkar tillögur meirihlutans fyrr en unnið hefur verið eftir aðgerðaáætlun Sjálfstæðisflokksins. Sem betur fer hafi allir bæjarstjórar höfuðborgarsvæðisins tekið fyrir að ráðast í slíkar aðgerðir.

„Loftgæðamálin virðast meirihlutanum mjög viðkvæm enda hefur skynsöm fullbúin tillaga þess efnis beðið afgreiðslu í rúmlega átta mánuði. Skyldi ástæða þess að málið hafi ekki fengið afgreiðslu vera að meirihlutinn í Reykjavík hefur lítinn áhuga á að laga loftgæðamálin í Reykjavík, vegna þess að það hentar ekki hans pólitík? Því er strax stokkið á þær hugmyndir að banna og þvinga fólk til hegðunar sem það hefði ekki kosið sér sjálft, í stað þess að vinna að lausnum vandamálsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Jóhannes Valgeir látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann