fbpx
Laugardagur 04.júlí 2020
Fréttir

Millistjórnanda sagt upp störfum hjá ON vegna áreitni við konu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 15:00

Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV var millistjórnanda hjá Orku náttúrunnar – ON – dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, sagt upp störfum í haust vegna áreitni við starfskonu. Áreitnin er sögð ekki vera kynferðisleg en flokkast undir eitthvað sem skilgreint er sem „brot á skyldum stjórnanda,“ samkvæmt því sem DV kemst næst.

ON viðurkennir í sjálfu sér atvikið en getur ekki greint frekar frá málavöxtum. DV sendi fyrirspurn vegna málsins til Berglindar Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastjóra ON, og var svar hennar eftirfarandi:

„Varðandi fyrirspurn þína frá í gær þá er það rétt að millistjórnandi hjá Orku náttúrunnar lét nýverið af störfum. Hjá fyrirtækjum koma upp margvísleg starfsmannamál. Þau mál eru oft vandasöm viðureignar og viðkvæm vegna þess að þau fjalla um einstaklingana sem vinna hjá fyrirtækinu og samskipti þeirra. Við hjá Orku náttúrunnar virðum trúnaðarsamband við starfsfólk okkar og hvorki viljum ræða né getum við rætt persónuleg mál starfsfólks á opinberum vettvangi. Það væri rangt gagnvart því fólki sem í hlut á og kærir sig ef til vill ekki um að bera sín mál á torg.“

Framkvæmdastjóri var rekinn vegna óviðeigandi framkomu

Starfsmannamál ON voru mjög í brennidepli fyrir um ári síðan. Þá var Bjarna Má Júlíussyni þáverandi framkvæmdastjóra ON vikið frá störfum vegna óviðeigandi framkomu sem meðal annars fól í sér sendingu á tvíræðum tölvupósti. Meðal þeirra sem kvörtuðu undan Bjarna var Áslaug Thelma Einarsdóttir, eiginkona Einars Bárðarsonar almannatengils, en hún var forstöðumaður einstaklingsmarkaða hjá fyrirtækinu. Thelmu var líka sagt upp og í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á fyrirtækinu var það niðurstaða að ástæða uppsagnarinnar hefði verið frammistöðuvandi.

Fyrir ári síðan sendi OR, móðurfyrirtæki ON, frá sér tilkynningu þess efnis að samkvæmt úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á starfsmannamálum fyrirtækisins væri vinnustaðamenning í fyrirtækinu betri en gengur og gerist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

64 mál á borð lögreglunnar í gærkvöldi og nótt

64 mál á borð lögreglunnar í gærkvöldi og nótt
Fréttir
Í gær

Nýr sjóður vegna pakkaferða tekur fljótlega til starfa – Tryggja þarf að peningarnir fara ekki í annað en þeim er ætlað

Nýr sjóður vegna pakkaferða tekur fljótlega til starfa – Tryggja þarf að peningarnir fara ekki í annað en þeim er ætlað
Fréttir
Í gær

Misþyrmdi barnsmóðurinni fyrir framan dótturina

Misþyrmdi barnsmóðurinni fyrir framan dótturina
Fréttir
Í gær

Eins árs barn greint með Covid-19 í gær

Eins árs barn greint með Covid-19 í gær
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri kona fær engar bætur eftir martröð í Endurvinnslunni

Eldri kona fær engar bætur eftir martröð í Endurvinnslunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nöfn þeirra sem létust í umferðarslysi á Kjalarnesi

Nöfn þeirra sem létust í umferðarslysi á Kjalarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu bát í vanda

Björguðu bát í vanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þungar áhyggjur af brunavörnum – Ringulreið, hreppapólitík og pissukeppni

Þungar áhyggjur af brunavörnum – Ringulreið, hreppapólitík og pissukeppni