Fimmtudagur 27.febrúar 2020
Fréttir

Krakkarnir í Hagaskóla segja stopp: „Hættið að biðja lesbíur að kyssast“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 15:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Texti á plakati sem hefur verið hengt upp víða í Hagaskóla hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Þar segja nemendur fordómum stríð á hendur. „Hættið að nota orðið hommi á niðurlægjandi hátt. Það er ekki til gild afsökun. Öllum er sama þótt manneskjan sem þú sagðir þetta við finnist þetta í lagi. Öllum er sama þótt svo að þú meintir það ekki á lélegan hátt. Kannski er samkynhneigð manneskja sem heyrði í þér og tók því illa. Í raun verður þessi minning bara með þér í örfáar mínútur, en einhver annar mun hugsa um þetta í mun lengri tíma,“ segir á plakatinu

Krakkarnir segja að það sé kominn tími á að þetta hætti. „Fyrir þér ertu bara að spýta einhverju út úr þér. Þú ert bara að segja eitthvað í flýti því allir segja það og það skiptir engu máli hvað ég segi við þessa einu veru. En fyrir aðra er þetta tákn um að þau séu ekki velkomin hér. Að það sé eitthvað að þeim einungis fyrir að laðast að sama kyni. Það er löngu komin tími á að þetta stoppi,“ segir á plakatinu.

Krakkarnir segja þó enn meira. „Hættið að biðja lesbíur og tvíkynhneigðar konur um að kyssast. Þú myndir aldrei spyrja gagnkynhneigt par um þetta. Það stanslaust verið að ýta þessum konum í eitthvað sem þær vilja kannski bara ekkert gera. Öllum er skít sama hvort þú upplifir gleði þegar þú sérð þetta. Hvenær, hvar og ef konur kyssast er svo langt frá því að vera þitt vandamál, vinsamlegast notaðu orku þína í eitthvað annað en að láta fólki líða óþægilega,“ segir á þessu vinsæla plakati.

Krakkarnir benda á að fólk geti verið allskonar. „Trans kona er KONA. Trans Maður er MAÐUR. Nonbinary manneskja er NONBINARY MANNESKJA. Trans konur sem eru í jakkafötum eru samt valdi konur. Trans menn sem eru í kjólum eru samt valdi menn. Nonbinary fólk sem hallast meira að einni kyntjáningu eru samt valdi nonbinary fólk,“ segja krakkarnir.

Að lokum eru krakkarnir með einföld skilaboð: „Hættið að láta eins og fífl og komið fram við fólk af virðingu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Raggi Bjarna er látinn

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir aðgerðir yfirvalda gegn smálánastarfsemi bitna á heiðarlegum fjármálafyrirtækjum

Segir aðgerðir yfirvalda gegn smálánastarfsemi bitna á heiðarlegum fjármálafyrirtækjum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Steina og Kolbrún sagðar ekki hafa bara verið að kyssast í Grafarvogslaug – „Sumt starfsfólkið er í áfalli“

Steina og Kolbrún sagðar ekki hafa bara verið að kyssast í Grafarvogslaug – „Sumt starfsfólkið er í áfalli“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum
Raggi Bjarna er látinn
Fréttir
Í gær

Björn var kallaður á teppið: „Kannski ætti ég að fara í skó áður en ég kvarta“

Björn var kallaður á teppið: „Kannski ætti ég að fara í skó áður en ég kvarta“
Fréttir
Í gær

Tekinn ölvaður með ungbarn í bílnum

Tekinn ölvaður með ungbarn í bílnum
Fréttir
Í gær

Íslendingur frelsissviptur í Amsterdam: Píndur í apótek vopnaður byssu

Íslendingur frelsissviptur í Amsterdam: Píndur í apótek vopnaður byssu
Fréttir
Í gær

Hún hélt að hann væri besti vinur sinn – „Hæ elskan ekki geturu gert mér rosa greiða“

Hún hélt að hann væri besti vinur sinn – „Hæ elskan ekki geturu gert mér rosa greiða“